Ársreikningur 2011

sveitarsjóðs Hörgársveitar og stofnana hans var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 21. mars 2012. Skv. honum varð afkoma sveitarsjóðsins nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munar þar mestu að framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins urðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir.

Rekstrarafgangur ársins varð 66,8 millj. kr. og veltufé frá rekstri á árinu var 52,0 millj. kr., sem er um 89 þús. kr. á íbúa. Til samanburðar var niðurstaða ársins 2010 sú að rekstrarafgangur varð 5,9 millj. kr. og veltufé frá rekstri var 32,6 millj. kr., þ.e. um 52 þús. kr. á íbúa. Stærsti þátturinn í mun betri rekstrarniðurstöðu á árinu 2011 en á árinu 2010 er bakfærsla á eftirstöðvum skuldabréfs vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóði Norðlendinga á árinu 2007, sem þó hafði ekki áhrif á veltufé frá rekstri.

Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er góð sem sést á því að veltufjárhlutfallið í lok ársins 2011 var 1,8 og eiginfjárhlutfallið var 74%.

Skatttekjur námu alls 357 millj. kr. á árinu 2011 sem skiptist þannig að útsvörin voru 205 millj. kr. og framlög Jöfnunarsjóðs námu alls 152 millj. kr. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá sveitarfélaginu er fræðslumálin. Kostnaðurinn við þau námu alls 207 millj kr. sem er 58% af skattekjunum. Æskulýðs- og íþróttamálin kostuðu 47 millj. kr., þegar sértekjur höfðu verið dregnar frá, þ.e. 13% af skatttekjunum.

Launakostnaður varð alls 44% af rekstrartekjunum.

Ársreikninginn í heild má lesa með því að smella hér.