Ársreikningar 2006 lagðir fram

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær voru ársreikningar Hörgárbyggðar fyrir árið 2006 lagðir fram til fyrri umræðu. Þar kemur m.a. fram að rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð upp á 19,3 millj. kr., sem er 10,5% af rekstrartekjum sveitarfélagsins. Fjárhagsstaða sveitarsjóðs er mjög traust og veltufjárhlutfall hjá honum er 3,71.

Ársreikningunum var vísað til síðari umræðu og í millitíðinni munu þeir verða til athugunar hjá kjörnum endurskoðendum sveitarfélagsins.