Árshátíðin á laugardaginn

Árleg sameiginleg árshátíð félaganna í Hörgársveit verður á laugardaginn, fyrsta vetrardag. Hún verður haldin í Hlíðarbæ, eins og undanfarin ár, og hefst kl. 19:45. Undir borðum verður vönduð dagskrá að vanda og hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi, svo að er rétt að tryggja sér miða í tíma. Það er gert með því að hringja í Gest í síma 690 7792, Guðmund í síma 462 6872 eða Stefaníu í síma 461 5496. Félögin sem halda árshátíðina eru leikfélagið, ungmennafélagið, hrossaræktarfélagið, kirkjukórinn og ferðafélagið.