Árshátíð Þelamerkurskóla

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20, verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin í Íþróttahúsinu á Þelamörk.

Þar munu nemendur 9. og 10. bekkja skólans sýna leikritið Öskubuska undir leikstjórn Önnur Rósu Friðriksdóttur og Sigríðar Guðmundsdóttur. Auk þess verða á árshátíðinni ýmis skemmtiatriði, tónlist, dans og svo kaffiveitingar.

Aðgangseyrir er 800 kr. fyrir 6 ára og eldri. Kaffihlaðborð fyrir fullorðna kostar 700 og fyrir börn á leikskólaaldri kostar það 500 kr. Dúddabúð verður opin. Allir hjartanlega velkomnir.