Árshátíð félagasamtaka

Mikil gleði var á árshátíð sem félagasamtök í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi héldu um síðustu helgi í félagsheimilinu Hlíðarbæ.  Félögin eru; Leikfélag Hörgdæla, Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, Hestamannafélagið Framfari, Ungmennafélagið Smárinn og Ferðafélagið Hörgur.  Skemmtiatriðin voru af ýmsum toga.  Söngur, línudans og ævisöguútdráttur, þar sem Gylfi bóndi á Gásum fór á kostum, segjandi sögur af sjálfum sér og öðrum. 
Um matinn sá Veisluþjónusta Kokkanna og Norðubandalagið sá um dansmúsikina.