Árlega Magic-páskamótið á skírdag

Árlega Magic-páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk og Vífilfells fyrir íþróttahópana sem æfa í salnum fer fram á skírdag.  Skráning fer fram kl. 10:00 og mótið hefst svo kl. 10:15. 

Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki milli kl. 12 og 13, það fer þó eftir fjölda liða. Nú þegar hafa 8 lið sagst ætla að koma. Verðlaun mótsins eru sem hér segir: 1. sæti: 4 kassar af Magic, 2. sæti: 1 kassi af Magic, 3. sæti: 1 kassi af Magic.

Eins og á síðasta ári styrkir Vífilfell mótið með því að gefa verðlaunin og er þeim þakkað fyrir það. Hóparnir eru hvattir til að mæta hressir og skemmta sér vel á skírdag.