Alþingiskosningar

Í Alþingiskosningunum á morgun, 25. apríl, verður kjörstaður fyrir Hörgárbyggð í Hlíðarbæ. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 20:00. Á kjörskrá í Hörgárbyggð nú eru alls 305 manns, 169 karlar og 136 konur. Í kosningunum fyrir tveimur árum, árið 2007, voru 285 á kjörskrá í Hörgárbyggð, 156 karlar og 129 konur. Fjölgunin nú miðað við þá er 7%. Þá var kosningaþátttaka 86,3% í Hörgárbyggð en var 91,9% í Alþingiskosningunum 2003.