Almenningsbókasöfn, reglur um endurgreiðslu kostnaðar

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að setja eftirfarandi reglur um endurgreiðslu kostnaðar til að auðvelda aðgengi íbúa sveitarfélagsins að notkun almenningsbókasafna og stuðla þannig að auknum lestri íbúa á öllum aldri bæði þeirra sem eldri eru, en ekki síður þeirra yngri. 

Reglur:

1.    Hvert heimili í Hörgársveit þar sem búa einn eða fleiri íbúar með lögheimili,  getur einu sinni á ári fengið endurgreiddan kostnað vegna eins árgjalds að bókasafni.

2.    Sækja skal um á rafrænu eyðublaði sem aðgengilegt er á heimasíðu sveitarfélagsins, eða senda eyðublaðið ásamt afriti af kvittun á tölvupóstfangið horgarsveit@horgarsveit.is, eða senda það ásamt afriti af kvittun á skrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 601 Akureyri.

3.    Gjaldið verður endurgreitt innan tveggja vikna eftir að fullgild gögn liggja fyrir.