Álfasteinn 10 ára

Í dag er haldið upp á afmæli leikskólans Álfasteins.  Veðrið leikur við afmælisgesti sem fagna afmælinu í leik og með góðum veitingum. 

Á Álfasteini hefur verið unnið farsælt leikskólastarf þennan liðna áratug og þrátt fyrir að skólinn sé ekki stór í sniðum þá hafa mörg börn fengið að njóta þess að vera í skólanum við leik og störf í umsjón góðra starfsmanna. 

Það er sveitarfélaginu mikilvægt að starfið hér gangi vel og sá undirbúningur sem börnin fá hér fyrir framtíðina.

Leikskólinn er nú viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og eins og máltækið segir; lengi býr að fyrstu gerð.