Afurðamiklar kýr

Í nýju fréttabréfi Búgarðs "Fréttir og fróðleikur" kemur m.a. fram að á árinu 2007 stóðu öxndælskar og hörgdælskar kýr sig mjög vel í samanburði við kýr annarsstaðar á landinu. Kýrin Obba í Brakanda var nythæsta kýr landsins á árinu og kýrin Stássa á Syðri-Bægisá var afurðamest á Norðausturlandi miðað við magn verðefna. Þá var Stóri-Dunhagi í fjórða sæti á Norðausturlandi yfir hæstu bú með afurðir miðað við verðefni. (Kýrnar á myndinni eru ekki meðal þeirra sem nefndar eru hér að framan.)

Sauðfjárræktin hjá öxndælskum og hörgdælskum bændum er líka í blóma. Um það má m.a. lesa sjá hér á heimasíðu Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps.