Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Auglýst eftir áfangastöðum í Hörgársveit

Áfangastaðaáætlun er unnin af Markaðsstofu Norðurlands í samstarfi við Ferðamálastofu.Tilgangur og markmið áætlunarinnar er að efla ferðaþjónustuna á Norðurlandi, gefa skýra mynd af henni, markmiðum hennar og uppbyggingarþörf ásamt því að leggja áherslu á þarfir og væntingar ferðamanna í öllum verkefnum. Næsta úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður í haust og tekur sú úthlutun m.a. mið af því hvaða verkefni eru í áfangastaðaáætlun.

Hörgársveit auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á því að setja áfangastað innan sveitarfélagsins á áfangastaðaráætlun Norðurlands. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst 2022 og skulu umsóknir vera sendar á netfangið kolbrun@horgarsveit.is

Forsendur þess að áfangastaður komist inná áætlunina er að þar standi til uppbygging á innviðum staðarins. Aðeins fimm áfangastaðir frá hverju sveitarfélagi komast inná áfangastaðaáætlun hverju sinni og verða verkefnum því forgangsraðað.

 

Umsókninni skal fylgja eftirfarandi upplýsingar ásamt fylgiskjölum ef við á:

  • Hvert er verkefnið? Stutt heiti á verkefninu
  • Markmið Hvert er markmið verkefnisins?
  • Vörður Hverjir eru helstu verkþættir?
  • Tímamörk Hver er tímaramminn?
  • Ábyrgð Hver ber ábyrgð á framkvæmd og hverjir eru stuðningsaðilar?
  • Fjármögnun Hverjir fjármagna verkefnið?
  • Árangursmat Er hægt að mæla árangur af verkefninu og þá hvernig? 

---- 

Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Lind Malmquist, kolbrun@horgarsveit.is