Af kornskurði

Í lok síðustu viku var síðasta byggið skorið í Hörgárbyggð á þessu sumri. Þá voru Helgi á Bakka, Kristján á Tréstöðum og vinnumaður Helga að ljúka við kornskurð á Sílastaða-ökrum. Þar var myndin tekin (stærri mynd hér). Uppskeran var 50-60 tonn. Almennt gekk byggræktin vel í  Hörgárbyggð í sumar.