Aðalheiður á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú tvö verk eftir myndmenntakennara skólans, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Verkin eru meðal þeirra verka sem voru á sýningu hennar Bið í Hafnarborg í síðasta mánuði. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða sýninguna og að virða fyrir sér verk nemenda sem hanga uppi víða um skólann.