Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla

Nýkjörin stjórn Leikfélags Hörgdæla
Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla var haldinn í gær.  Kynntur var spennandi vetur framundan, en á döfinni eru margvíslegar uppákomur á Melum. Miðað er að því að halda viðburði fyrsta föstudag í mánuði, allavega þangað til æfingar verða komnar á fullan skrið.

Þannig verður í kvöld haldið trúbadorakvöld, í byrjun nóvember verður bingó og í byrjun desember verður hið sívinsæla bar-svar.

Í nóvember verður staðið fyrir leiklistarnámskeiði og síðan hefjast æfingar á uppsetningu vetrarins, Djáknanum á Myrká.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir, þau Fanney Valsdóttir og Ásgeir Már Hauksson. Auk þeirra sitja í stjórn Þóroddur Ingvarsson,  Sigríður Svavarsdóttir og Axel Vatnsdal, sem var kjörinn nýr formaður Leikfélags Hörgdæla.