19. júní 2015

Föstudaginn 19. júní 2015 fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Af því tilefni og til að sem flestir geti fagnað því að heil öld verður liðin frá þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar, hefur sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkt að öllu starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí frá kl. 12.00 á afmælisdaginn.

Lokað verður því í Leikskólanum Álfasteini frá kl. 12.00 og sundlaugin Þelamörk verður alveg lokuð þann dag. 

Sveitarstjórn Hörgársveitar