Sveitarstjórn fundur nr. 191
Föstudaginn 24. október 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir, Jónas Þór Jónasson og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir (vm).
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
1. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 100. fundi
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar SSNE frá 76. fundi
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 301. fundi
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 985. og 986. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 314. fundi
Fundargerðin lögð fram.
6. Áskorun til Innviðaráðherra
Fyrir liggur áskorun til innviðaráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sveitarfélögum með færri en 1.000 íbúa. Þar er skorað á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hafna tillögum innviðaráðuneytisins um afnám íbúalýðræðis sem felast í drögum að nýjum sveitarstjórnarlögum sem nú liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Sveitarstjórn Hörgársveitar tekur undir áskorunina og samþykkir að Axel Grettisson oddviti, skrifi undir hana fyrir hönd sveitarfélagsins.
7. Skógræktarfélag Íslands, erindi varðandi aðalskipulag
Erindið lagt fram.
8. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um gistileyfi, umsögn
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-H, frístundahús að Björgum 1.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.
9. Menningarfélagið Hof ses, samrunaáform
Lagt fram kynningarbréf til stofnaðila Menningarfélagsins Hof ses. varðandi það að sameina félagið Menningarfélagi Akureyrar ses. Einnig lögð fram skipulagsskrá Menningarfélagsins Hofs ses. og fundargerð stjórnar Menningarfélagins Hofs dags. 16.9.2025
Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur kynnt sér bréf til stofnaðila Menningarfélagsins Hofs ses. varðandi fyrirhugaða sameiningu félagsins við Menningarfélag Akureyrar ses. ásamt fylgigögnum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu.
10. Umdæmi Barnaverndarþjónustunnar á Norðurlandi eystra, breyttur samningur, fyrri umræða
Samningur ellefu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa samningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
11. Göngu- og hjólastígur
Umræður um stöðu mála.
12. Fjárhagsáætlun 2026
Umræður og undirbúningur.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:15