Sveitarstjórn fundur nr. 189
Fimmtudaginn 11. september 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
1. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, kostnaðarskipting
Guðlaugur Viktorsson skólastjóri kom til fundar við sveitarstjórn og fór yfir áætlun um rekstur tónlistarskólans og fyrirhugaðar breytingar á kostnaðarskiptingu milli aðlildarsveitarfélaganna.
2. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 99. fundi
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 312. fundi
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Samb.ísl. sveitarfélaga frá 983. fundi
Fundargerðin lögð fram.
5. Stígamót erindi
Erindi lagt fram þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2026.
6. SUNN erindi v. laxeldis
Erindið er varðar sjókvíaeldi í Eyjafirði lagt fram.
Sveitarstjórn ítrekar andstöðu sína við sjókvíaeldi við innanverðan Eyjafjörð.
7. Lækjarvellir, gatnagerð
Lagður fram verksamningur við Bjargarnámu ehf kt. 600625-2170 vegna gatnagerðar og lagna við næsta áfanga Lækjarvalla.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn.
8. Göngu- og hjólastígur
Umræður um stöðu mála.
Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra heimild til að ganga frá samningum við landeigendur sem við á um staðsetningu stíga.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:25