Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 30

19.05.2014 20:00


Mánudaginn 19. maí 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Þórustaðarétt, vegur

Lagt fram bréf, dags. 16. apríl 2014, frá Skútabergi ehf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir vegi að Þórustaðarétt, skv. gildandi deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir vegi að Þórustaðarétt í samræmi við gildandi deiliskipulag.

 

2. Hringvegur (1), Akureyri-Grjótgarður, skýrsla um bættar vegasamgöngur

Lögð fram frumdrög að skýrslu um endurbyggingu og/eða nýbyggingu á hluta Hringvegar (1) milli Hlíðarbrautar á Akureyri og Grjótgarðs á Þelamörk. Frumdrögin er gerð af Vegagerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með að frumdrög að skýrslu um bættar vegasamgöngur í sveitarfélaginu er komin fram og leggur jafnframt áherslu á að það svæði sem skýrslan muni taka til nái suður fyrir Þelamerkurskóla.

 

3. Garðyrkjufélag Íslands, ályktanir

Lagt fram til kynningar bréf, ódags., frá Garðyrkjufélagi Íslands með tveimur ályktunum aðalfundar félagsins, annars vegar um kynbætur á yndisplöntum og hins vegar um mótun landslags og ræktun í þéttbýli.

 

4. Lónsbakki, deiliskipulag

Rætt um þá vinnu sem er í gangi við gerð deiliskipulags fyrir Lónsbakka.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:30