Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 110
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 kl. 09:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2024-2044
Kynning á vinnslu við endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar. Skipulagshöfundur, Óskar Gunnarsson mætti til fundar við nefndina á teams og farið var yfir vinnu og stöðu endurskoðunar aðalskipulags 2024-2044.
2. Syðra-Brekkukot 2 L235743 - Sumarhús 1 - Umsókn um stækkun á byggingarreit (2501009)
Fyrir fundinum liggur fyrir erindi frá Klakki gistingu ehf. þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit í landi Syðra-Brekkukots 2, Hörgársveit vegna sumarhúss nr. 1 samkv. meðfylgjandi afstöðu- og grunnmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
3. Engimýri I - L152435 - Umsókn um byggingarreit (2502021)
Erindi hefur borist frá landeiganda í Engimýri I , þar sem óskað er eftir byggingarreit fyrir allt að 60m² sumarhúsi, samkv. meðfylgjandi umsókn/afstöðumynd dags. 12.02.2025.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir skýrari uppdrætti þar sem fram komi skýr aðkomuleið og umsögn Vegagerðinnar liggi fyrir. Þegar það liggur fyrir verði erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningar-tímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – breyting: Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17, nr. 0821/2024 - kynning tillögu á vinnslustigi – umsagnarbeiðni (2502018)
Akureyrarbær óskar umsagnar Hörgársveitar samkv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og fylgir tillaga á vinnslustigi dags. 05.02.2025 erindinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.
5. Brekkuhús 1 - beiðni um breytingu á byggingarreit (2408003)
Fyrir fundinum liggur erindi frá lóðarhafa í Brekkuhúsum 1a, Drótt ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra viðbygginga við suður- og norðurenda Brekkuhúsa 1a og 1b.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur áhrif á aðra lóðarhafa. Erindið komi aftur til umfjöllunar og afgreiðslu eftir grenndarkynningu.
6. Stórabrekka L152349 - afmörkun og hnitsetning landspildu (2502023)
Merkjalýsing vegna afmörkunar og hnitsetningu á landspildu innan Stórubrekku lögð fram fyrir nefndina til staðfestingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024, þegar umsögn Vegagerðar liggur fyrir.
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.
7. Hjalteyri – deiliskipulag
Umræða um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til sveitarstjórn að hafin verði vinna við að fjölga frístundalóðum í landi sveitarfélagsins á Hjalteyri og uppbyggingu á því tjaldsvæði sem er á deiliskipulagi.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10