Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 100
Mánudaginn 4. mars 2024 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Vigfús Björnsson byggingar- og skipulagsfulltrúi boðaði forföll.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Þríhyrningur – umsókn um stofnun lóðarinnar Þríhyrningur IV (2402004)
Lagt fram erindi þar sem eigendur Þríhyrnings L152419 óska eftir að landspilda að 34,1 ha af stærð verði tekin úr landi Þríhyrnings og fái nafnið Þríhyrningur IV. Meðfylgjandi er uppdráttur og skriflegt samþykki allra aðliggjandi landeiganda þar sem þeir staðfesta landamerki.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að hún samþykki fyrir sitt leyti þau landskipti í Þríhyrningi 1 (L152419), sem lýst er í framlögðum gögnum og uppdrætti.
2. Blómsturvellir - beiðni um viðbótar efnislosun (2402005)
Lagt var fram erindi frá Akureyrarbæ varðandi efnislosun í landi Blómsturvalla sem er í eigu Akureyrarbæjar. Samþykkt var í október 2023 útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir efnislosun fyrir 10.000 m3 í landi Blómsturvalla. Akureyrarbær sækir nú um viðbótarlosun á 20.000 m³ af efni þar. Nefndin telur nauðsynlegt að leitað verði leiða til nýta mold til frágangs á eldri efnistökusvæðum og uppbyggingar á mönum t.d. við Lækjarvelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að heimilt verði að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun á 10.000 m3 að undangenginni grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
3. Hagatún 6, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi (2309008)
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar Hörgársveitar vegna umsóknar Lerkilundar ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C á lóðinni Hagatúni 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verð gerð athugasemd við að leyfið verði veitt.
4. Land og Skógur – enduskoðun stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt (2402008)
Lagt fram erindi frá Landi og skógum sem er að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt og er nú kallað eftir ábendingum sem nýst geta við mótun tillögu að endurskoðuðu stuðningskerfi. Erindið lagt fram.
5. Glæsibær – breyting á aðalskipulagi vegna verslunar- og þjónustusvæðis (2401002)
Lagt fram erindi frá eigendum jarðarinnar Glæsibæjar þar sem óskað er eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar á ca. 4 ha svæði í Hálsaskógi þar sem landnotkun yrði breytt úr landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu erindisins verði frestað og að fundað verði með bæði Vegagerðinni og málshefjanda til ræða hugsanlega skörun erindisins við breytingar á Þjóðvegi 1 á svæðinu.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:00