Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 94
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir (vm), Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi, Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Eyrarvík land V – beiðni um breytt staðfang (2305007)
Lögð fram umsókn um nafnabreytingu á eigninni Eyrarvík V.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt verði nafnabreyting á landnúmeri L-187948 úr Eyrarvík V í Sólvík.
2. Hagaskógur 12 – beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar (2306002) Erindi sem lagt var fram á síðast fundi lagt fram að nýju. Erindið var sent í grenndar-kynningu en engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartímabili.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
3. Blómsturvellir – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnislosunar (2306007)
Lagt fram erindi frá Akeyrarbæ þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi efnislosunar í landi Blómsturvalla. Erindinu fylgja uppdrættir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilt verði að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun á 10.000 m3 að undangenginni grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli. Jafnframt verði fundað með Akureyrarbæ um möguleika á efnislosun á öðrum svæðum.
4. Syðri-Brennihóll – umsókn um stofnun íbúðarhúsalóðar (2306008)
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir stofnun lóðar. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að stofnun lóðar að Syðri-Brennihóli L-152528, verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og fái nafnið Hall.
5. Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra - umsagnarbeiðni (2306009)
Lagt fram yfirlit frá SSNE yfir upplýsingar um hvaða möguleikar eru til endurheimtar votlendis í landi sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn.
6. Dalvíkurlína 2 – breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – umsagnarbeiðni (2307001)
Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað er umsagnar í breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Dalvíkurlínu 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn. Gætt verði að tengingu á sveitarfélagamörkum.
7. Dalvíkurlína 2 – breytt lega um Moldhaugaháls (2307002)
Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem óskað er eftir að breyta legu strengs og stígs um Moldhaugaháls.
Afgreiðslu frestað.
8. Skriðuland 2 – beiðni um breytt staðfang (2308002)
Lögð fram umsókn um nafnabreytingu á eigninni Skriðuland 2 (lóð) F 235-6187 og L 223427 að breyta nafninu á landinu í Litlaland.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt verði nafnabreyting á landnúmeri L-223427 úr Skriðuland 2 (lóð) í Litlaland.
9. Þríhyrningur ll – umsókn um stofnun lóðar (2308004)
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir stofnun lóðar. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
10. Minnisvarði á Öxnadalsheiði (230311)
Lögð að nýju fram umsókn um að fá að staðsetja minnisvarða á Öxnadalsheiði. Jafnframt er lögð fram umsögn frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við uppsetningu minnisvarðans.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt verði að
Hörgársveit geri ekki athugasemd við að settur verði upp minnisvarði á Öxnadalsheiði þar sem Sesseljubúð stóð áður ( hnit N65°28’5” W18°41’53”), enda liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við uppsetningu minnisvarðans.
11. Landsnet – erindi v. Blöndulína 3 (2308005)
Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 þannig að lega Blöndulínu 3 verði tekin til umfjöllunar, mörkuð um hana stefna í greinargerð skipulagsins í samræmi við aðalvalkost Landsnets og færð inn á skipulagsuppdrátt og einnig þær námur sem stefnt er að því að vinna efni úr. Erindinu fylgja upplýsingar um stöðu á viðræðum og samningum við þá landeigendur í Hörgársveit sem land eiga á línuleiðinni.
Afgreiðslu frestað.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:20