Fræðslunefnd fundur nr. 50
Fræðslunefnd Hörgársveitar 50. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 21. maí 2024 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Anna Rósa Friðriksdóttir verkefnastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
- Skýrsla skólastjóra
Í skýrslu skólastjóra kom m.a. fram að 15 nemendur útskrifist í vor og eins og staðan er í dag er ráðgert að í haust verði 92 nemendur. Tilfærslur verða í starfsmannahópnum og eftir er að ráða í tvö störf. Lagt verður til að skóladagur hefjist kl. 08:15 alla daga. Kennsludegi ljúki kl. 14:00 mánudaga til fimmtudag og kl.13:10 á föstudögum. Samstarf er með MSHA varðandi teymisvinnu og fleiri þjónustu. Skólastjóri benti á stöðuskýrslu varðandi innleiðingu farsældarlaganna sem er á heimasíðu BOFS.
- Frístund við ÞMS
Skólastjóri sagði að Frístund hefði gengið vel í vetur. Umræður urðu um hvort í gjaldskrá ætti að setja gjald ef börn eru sótt of seint. Þá var rætt um hvort bjóða á uppá Frístund á starfsdögum.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að í gjaldskrá verði sett inn gjald sem verði innheimt ef barn er ítrekað sótt of seint.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að Frístund verði opin þá starfsdaga sem ekki eru sama dag og starfsdagur í Álfasteini.
Sameiginleg málefni:
- Skóladagatal Álfasteins 2024 – 2025
Lögð fram tillaga að skóladagatali Álfasteins 2024 – 2025.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal leikskólans Álfasteins 2024-2025 verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.
- Skóladagatal Þelamerkurskóla 2024-2025.
Lögð fram tillaga að skóladagatali Þelamerkurskóla 2024 – 2025.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal Þelamerkurskóla 2024-2025 verði samþykkt með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.
- Fundardagskrá fræðslunefndar 2024-2025
Lögð fram fundardagskrá fræðslunefndar til vors 2025.
Málefni Álfasteins:
- Skýrsla leikskólastjóra
Í skýrslu leikskólastjóra kom m.a. fram að 68 börn eru nú í leikskólanum og stefnir í að þau verði 69 um áramót. Starfsmenn eru nú 25. Starfsemin hefur gengið vel í vetur og starfsmannahópurinn góður. Leikskólinn fær grænfánann afhentan í áttunda skipti þann 31. maí n.k. á vorhátíð skólans.
- Stytting vinnuvikunnar – næstu skref
Rætt um styttingu vinnutíma en til umræðu hefur m.a. verið að fara úr þriggja klst. styttingu í fjögurra klst. styttingu þegar núverandi verkefni lýkur um næstu áramót.
- Starfsmannahald haust 2024
Leikskólastjóri kynnti að talsverðar breytingar verði á starfsmannahópnum frá hausti.
- Starfsmannakönnun
Kynnt var starfsmannakönnun sem kom heilt yfir vel út.
- Samvinna við eldri borgara
Kynnt var hugmynd um aðkomu eldri borgara að útbúa aðstöðu á útileiksvæðinu í skóginum sem og öðrum verkefnum sem eldri borgar gætu komið að í starfi leik- og grunnskóla.
Fundi slitið kl. 18:00