Fjallskilanefnd, fundur nr. 4 - 2006

27.08.2006 00:00

Sunnudagskvöldið 27. ágúst 2006 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

     Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.      Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

2.      Gengið var frá til dreifingar fjallskilaboðum fyrir hverja fjallskiladeild Hörgárbyggðar og öðru því sem þarf að senda út varðandi göngur og réttir. Að öðru leyti vísast til gangnaseðla sem dreift verður á öll heimili í Hörgárbyggð sem fá álögð gangnadagsverk út á fé, fjárlausum landeigendum verður sent sérstakt bréf um þeirra gangnaskyldu.

3.      Rætt var um flutning úrtínings á komandi hausti, ákveðið að hafa hann með svipuðu sniði og undanfarin haust, nema nú verður enginn flutningur úr Gilsrétt þar sem ekkert verður réttað þar í haust. Greitt verður eitt dagsverk fyrir flutning um Þelamörk í Þórustaðarétt, tvö dagsverk fyrir flutning úr Akureyrarrétt í Þórustaðarétt, eitt dagsverk fyrir flutning úr Skjaldarstaðarétt í Þverárrétt, eitt dagsverk á milli Staðarbakkaréttar og Þverárréttar, fyrir skil um Hörgárdal verður greitt eitt dagsverk og fyrir flutning úr Reistarárrétt verður greitt eitt dagsverk. Fjallskilastjóri Akrahrepps ætlar að sjá um að komið verði með það fé sem kann að koma fyrir í Silfrastaðarétt úr Hörgárbyggð, um leið og féð úr Akrahreppi verður sótt á Þverárrétt.

4.      Fundargerðin yfirfarin og undirrituð.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 22:30.