Fjallskilanefnd fundur nr. 34

21.03.2023 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

34. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Arnar Ingi Tryggvason formaður, Jónas Þór Jónasson varaformaður, Agnar Þór Magnússon, Davíð Jónsson og Egill Már Þórsson nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Minnisblað vegna ágangs búfjár.

Til fundarins mætti lögmaður sveitarfélagsins Ólafur Rúnar Ólafsson og fór yfir minnisblað um ágang búfjár sem tekið var saman af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis og úrskurði Dómsmálaráðuneytisins.

Fjallskilanefnd samþykkti að mælast til þess við sveitarstjórn að sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins verði falið að leita samstarfs við önnur sveitarfélög um að koma að sjónarmiðum sveitarfélaganna þar sem svo háttar til m.a. að sameiginleg beitarlönd og afréttarlönd liggja í eignarlöndum. Jafnframt að staðinn verði vörður um landnotkun landbúnaðar sem undirstöðu atvinnugreinar í sveitarfélaginu.

2. Framkvæmd gangna haustið 2022

Farið yfir framkvæmd gangna sem víða gengu ekki nógu vel vegna þoku.

3. Tímasetning gangna 2023

Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2023 og fyrirkomulag fjallskila.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2023 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 6. september til sunnudagsins 10. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Akureyrarbæ og Dalvíkurbyggð verði kynntar þessar tímasetningar.

4. Önnur mál er varða fjallskil og gangnamál

Lögð verði áhersla á að ganga frá því sem fyrst, að koma upp girðingum og rimlahliði á Öxnadalsheiði í samvinnu við Skagfirðinga og Vegagerðina.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:30