Fjallskilanefnd, fundur nr. 28

21.09.2020 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

28. fundur

Fundargerð 

Mánudaginn 21. september 2020 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Jósavin Gunnarsson, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson, og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmd gangna og rétta 2020

Ingólfur Valdimarsson gangnastjóri í Auðbrekkufjalli óskaði eftir að fá að mæta á fund nefndarinnar og fór hann yfir framkvæmd gangna á hans svæði. Farið var yfir tilhögun ganga og rétta.

Fjallskilanefnd samþykkti að á næsta ári verði fylgt ákveðnaðir reglum um gangnaskil og gangnarof og þær kynntar á gangnaseðlum.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.  22:25