Tillaga að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024

Sveitarstjórn Hörgársveitar auglýsir tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Skipulagstillagan tekur til landnotkunar í öllu landi Hörgársveitar. Hún samanstendur af greinargerð, uppdrætti,  forsendum og umhverfisskýrslu dags. 29. maí 2015 með lagfæringum m.t.t. bréfs Skipulagsstofnunar dagsett 2. júlí 2015.

Aðalskipulagið verður til sýnis á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, þar sem nánari upplýsingar eru veittar, frá 24. ágúst til og með 8. október 2015. Enn fremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þá er hægt að kynna sér tillöguna á heimasíðu Hörgársveitar www.horgarsveit.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna og skulu þær hafa borist skrifstofu Hörgársveitar eigi síðar en 8. október 2015. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Sveitarstjórinn í Hörgársveit

Snorri Finnlaugsson

 

Tillaga að aðalskipulagi:

Aðalskipulagsuppdráttur

Greinargerð

Umhverfisskýrsla