Styrkir til atvinnumála kvenna

 Af heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar


Árið 2005 er fjárveiting styrkja til atvinnumála kvenna kr. 25 milljónir.

 

Tilgangur styrkveitinga er einkum:

• Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna

• Efla atvinnulíf í dreifbýli og auka fjölbreytni í atvinnulífi

• Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni

 

Í umsókn verður að koma fram ávinningur af slíku samstarfi.

 

Mat umsókna

Umsóknir eru metnar af ráðgjafahópi félagsmálaráðherra.

Matið byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi

leggur fram og er þá miðað við m.a.:

• Er verkefnið kvennaverkefni, í a.m.k. 50% eigu kvenna

og stýrt af konum?

• Felur verkefnið í sér nýjung sem getur verið atvinnuskapandi?

• Eru markmið og verkáætlun skýr?

• Eru markaðsáætlanir skýrar og raunhæfar?

• Eru kostnaðar- og tekjuáætlanir trúverðugar?

• Er verkefnið arðbært?

• Hversu mikilvægur er styrkurinn til framgangs verkefnisins?

 

Veittir eru stofnstyrkir til tækja- og vélakaupa, þróunar og

markaðssetningar.

Ekki eru veittir styrkir til verkefna þar sem styrkveiting gæti

skekkt samkeppnisstöðu gagnvart aðila í hliðstæðum atvinnurekstri svæðisbundið.

Lögð er áhersla á nýsköpun og hún skilgreind út frá samkeppnisforsendum.

 

Vinnumálastofnun sér um útborgun styrkja og hefur eftirlit

með ráðstöfun þeirra. Eingöngu verður tekið við umsóknum

á rafrænu formi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar

www.vinnumalastofnun.is.

 

Umsóknir

• Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu Vinnumálastofnunar

www.vinnumalastofnun.is

 

Upplýsingar veitir Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Vinnumálastofnun

simi 515 4800. Atvinnu- og iðnráðgjafar atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni veita ráðgjöf og upplýsingar við gerð umsókna. Einnig er bent á þjónustu Impru nýsköpunar-miðstöðvar á sviði handleiðslu til frumkvöðla og fyrirtækja. Sjá nánar á heimasíðu Impru á slóðinni www.impra.is.

 

Umsóknarfrestur til 28. mars 2005

 

• Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

• Mat umsókna getur tekið allt að 2 mánuði.

• Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest og umsókn er ófullnægjandi, áskilur Vinnumálastofnun og ráðgjafahópurinn sér rétt til að hafna

umsóknum á þeim forsendum.