Staða landbúnaðarins

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar á fundi 31. október 2023

18. Staða landbúnaðarins

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir miklum áhyggjum sínum yfir þeirri stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Miklar kostnaðarhækkanir og hækkun vaxta á liðnum misserum hafa verið atvinnugreininni mjög erfiðar og hefur rekstrargrundvöllur margra búa brostið.
Landbúnaður er aðal atvinnuvegur Hörgársveitar og því hvetur sveitarfélagið ríkið til þess að honum sé tryggð sem best rekstrarskilyrði. Landbúnaður er þjóðhagslega mjög mikilvægur og því þarf ríkisvaldið að sjá til þess að matvælaframleiðsla eflist svo fæðuöryggi þjóðarinnar verði sem best tryggt.