Skipulag á sorphirðu

Hörgársveit hefur, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, unnið formlegt skipulag fyrir umhverfisvæna sorphirðu í sveitarfélaginu. Markmið skipulagsins er að halda kostnaði við sorphirðu í lágmarki. Þannig beri þeir sem „framleiða“ úrgang mestan kostnað við að meðhöndla hann.

Skipulagið má sjá hér

Að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar hefur sveitarstjórnin afgreitt plagg sem nefnist „Skipulag sorphirðu“ fyrir sveitarfélagið. Í plagginu er í öllum aðalatriðum gengið út frá því fyrirkomulagi sem verið hefur að und-anförnu í þessu efnum. Ekki er vitað til að þess að slíkt formlegt skipulag fyrir sorphirðu sé í öðrum sveitarfélögum og því er um nokkurs konar brautryðjendaverk að ræða.

Markmiðiðmeð skipulaginu er að í sveitarfélaginu fari fram markviss umhverfisvæn sorphirða með eins litlum tilkostnaði og unnt er.

Þær forsendur sem helst lágu til grundvallar fyrir skipulaginu eru þessar: 

 - Kostnaður fyrir heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið við meðhöndlun úrgangs hefur vaxið mikið á undanförnum árum og ætla má að kostnaður-inn muni vaxa enn á næstunni.

 - Mikilvægt er að samstaða sé um um skipulagið til að takast megi að halda aftur af fyrirsjáanlegri kostnaðaraukningu án þess að gefa afslátt að þeim umhverfislega ávinningi sem er af vel útfærðu skipulagi á meðhöndlun úrgangs.

 - Lög um meðhöndlun úrgangs gera ráð fyrir að að mestur hluti kostnaðar við meðhöndlun úrgangs sé borinn af þeim sem „framleiða“ úrganginn. Í drögum að nýjum lögum er gert ráð fyrir að allur kostnaður sé borinn af „framleiðendum“.