Samþykkt um búfjárhald

Samþykkt um búfjárhald, sem unnið var að á árinu 2012, hefur tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum. Helstu atriði hennar eru:

Búfjárhald í þéttbýli er almennt óheimilt, en sveitarstjórn er þó heimilt að veita þar leyfi fyrir kanínu- og alifuglahaldi, þó ekki karlkyns alifuglum.  Þeir sem hyggjast afla slíks leyfis skulu gera það innan tveggja mánaða frá gildistöku samþykktarinnar, sem var 18. september 2013.

Skylt er að hafa hross og nautgripi í vörslu, þ.e. að gripirnir gangi ekki lausir utan afgirtra heimalanda, frá 1. janúar til 1. júlí ár hvert.

Allar reglur sem hafa verið settar um lausagöngu búfjár innan þess svæðis, sem Hörgársveit nær yfir, falla úr gildi.

Samþykktina í heild má lesa með því að smella hér.