Fundargerð - 30. október 2017

 Sveitarstjórn Hörgársveitar

 84. fundur

 

Fundargerð

 

 

Mánudaginn 30. október 2017 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Að ósk fulltrúa Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar voru mættir fullrúar hennar Þröstur Friðfinnsson formaður og Edward Huijbens ritari til að ræða við sveitarstjórn um endurskoðun á svæðisskipulagi Eyjafjarðar og samspil við aðalskipulag Hörgársveitar. Þá sat skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis, Vigfús Björnsson fundinn vegna mála 1 til 4.

2.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28. Október 2017

Fundargerðin er í 12 liðum og þarfnast 9 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar,

a) Í 1.lið, deiliskipulag Lónsbakka, þéttbýli

Sveitarstjórn samþykkti tillögu að deiliskipulagi Lónsbakka, þéttbýli í samræmi við svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust og svo breytta sem fram kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar og er skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

b) Í 3. lið, Hraukbæjarkot, stofnun lóðar

Sveitarstjórn samþykkti umbeðin landskipti á lóð undir íbúðarhús nr. 215-8015 úr landi Hraukbæjarkots (lnr. 152502) samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Lóðin sem er 5.000 fm að stærð fái sér landnúmer.

c) Í 5. lið, Geirhildargarðar, umsögn um stofnun lögbýlis

Sveitarstjórn samþykkti að gefa jákvæða umsögn fyrir því að stofnað verði lögbýli á jörðinni Geirhildargarðar í Hörgársveit.

d) Í 6. lið, Hallgilsstaðir, stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á meðan á viðgerðum á skemmu á svæðinu stendur, en þó aldrei lengur en til 12 mánaða.

e) Í 7.lið, Akureyrarbær, deiliskipulag Sjafnargötu

Sveitarstjórn samþykkti að gera þá athugasemd við tillöguna, að deiliskipulagið skuli fela í sér heimild til götutengingar úr Sjafnargötu við Lónsbakkahverfi í Hörgársveit.

f) Í 8. lið, efnistaka úr Hörgá, umsókn um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfi fyrir allt að 150.000 m3 að heildarmagni verði veitt til eins árs með möguleika á framlengingu til eins árs til viðbótar og skipulagsfulltrúa verði heimilað að veita framkvæmdaleyfið af því gefnu að fyrir liggi gögn samkvæmt reglugerð um framkvæmdaleyfi og lögbundnum umsögnum.

g) Í 9. lið, framlenging á stöðuleyfi vegna vatnstanka Skútum

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við að stöðuleyfi verði framlengt til eins árs, en mælist til þess að leyfishöfum verði gert skilt að klára að mála tankana strax í jarðlitum er falli vel að umhverfinu og hugað verði að því að tankarnir verði færðir í náinni framtíð á stað þar sem þeir valda minni sjónmengun.

h) Í 10. lið, Þúfnavellir – byggingareitur fyrir viðbyggingu

Sveitarstjórn samþykkti að afmarkaður verði byggingareitur fyrir umbeðna viðbyggingu í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.

i) Í 11. lið, Fagravík – breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn samþykkti að heimiluð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Fögruvík með grenndarkynningu samkvæmt gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. 

Sveitarstjórn tekur jafnframt undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og átelur að ekki hafi verið aflað tilskilinna leyfa áður en framkvæmdir hófust.

3.        Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 6. október 2017

Fundargerðin lögð fram.

4.        Viðar Bragason, umsókn

Lögð fram umsókn frá Viðari Bragasyni kt. 120170-3769 þar sem hann óskar eftir heimild Hörgársveitar til að þurfa ekki að endurbyggja eftir eldsvoða aðfararnótt 8.10.2017, að Björgum Hörgársveit einbýlishús nr. 215-6858, matshl. 010101-1929.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að heimila að einbýlishús að Björgum Hörgársveit nr. 215-6858, matshl. 01 verði ekki endurbyggt eftir eldsvoða aðfararnótt 8.10.2017.

5.        Fundarg. Heilbrigðisnefndar frá 7. september og 2. október 2017

Fundargerðirnar lagðar fram en þar kemur m.a. fram undir lið 5 í fundargerð frá 7.september:

B. Jensen – brennsluofn; staða mála og umsókn um endurnýjun starfsleyfis

Ljóst er að reynslan af rekstri ofnsins m.t.t. nágranna hefur ekki verið góð þar sem margar og ítrekaðar kvartanir hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna reykjar- og lyktarmengunar.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra getur af þessum sökum ekki samþykkt veitingu á áframhaldandi starfsleyfi fyrir brennsluofn á núverandi stað.

6.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 27. september 2017

Fundargerðin lögð fram.

7.        Vegagerðin, erindi vegna ristarhliðs Öxnadalsheiði

Erindið lagt fram ásamt bókun sveitarstjórnar Akrahrepps frá 10. október 2017.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að taka heilshugar undir bókun sveitarstjórnar Akrahrepps og leggst algjörlega gegn því að ekki verði til framtíðar ristarhlið í Bakkaselsbrekku. Sveitarstjórn Hörgársveitar telur það skyldu Vegagerðarinnar að setja nýtt ristarhlið í Bakkaselsbrekku í stað þess eldra á þeim forsendum sem fram koma í bókuninni, enda nauðsynlegt til að hefta för rennsli fjár milli svæða. 

8.        Reglur um niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

Umræður um breytingu á reglunum.

Sveitarstjórn samþykkti breytingar á reglunum í þá veru að þriðji kaflinn í reglunum hljóði svo:

Þeir aðilar sem rétt hafa til að taka við ofangreindu bréfi eru:

·         Félög innan Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE)

·         Félag innan Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA)

·         Íþróttamiðstöðin á Þelamörk

·         Dansskólar

·         Tómstunda- og æskulýðsfélög eða fyrirtæki með skilgreinda starfsemi á sviði íþrótta- tómstunda- eða æskulýðsstarfs og rekstur undir eigin kennitölu. Félögin og fyrirtækin þurfa að reka starfsemi sína á ársgrundvelli.

9.        Erindi frá Bernharð Haraldssyni er varðar styrk vegna útgáfu á ritverki hans

Lagt fram erindi er varðar ósk um styrk vegna útgáfu á ritverkinu Skriðuhreppur hinn forni, Bændur og búalið á 19. öld.  Erindinu fylgir vinnueintak af ritverkinu.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningar-málanefnd í tengslum við yfirferð fjárhagsáætlunar 2018.

10.        Flugklasinn Air 66N, ósk um fjárframlag 2018 og 2019

Erindið lagt fram, en þar er óskað eftir framlagi, 300 kr. á íbúa næstu tvö árin.

Jafnframt fylgir yfirlit yfir starf flugklasans.

Sveitarstjórn samþykkti að veita framlag til flugklasans Air 66N á árunum 2018 og 2019 sem nemur kr. 300 á hvern íbúa sveitarfélagsins.

11.        Umsóknir um styrki frá Stígamótum og Neytendasamtökunum

Erindin lögð fram.

Umsóknum hafnað.

12.        Ósk um niðurfellingu á húsaleigu

Lögð fram erindi þar sem þorrablótsnefnd Hörgársveitar og árshátíðarnefnd 2017  óska er eftir að húsaleiga í Hlíðarbæ og íþróttamiðstöð vegna þessara hátíða verði felld niður.

Sveitarstjórn samþykkti erindin.

13.        Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017

Lagt fram yfirlit yfir stöðu rekstrar 30.9.2017. Jafnframt var lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2017.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017, sem hefur auðkennið 02/2017, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 17.199 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 30.072 þús. kr.

14.        Fjárhagsáætlun 2018-2021, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2018 og yfirlit rekstraráætlana fyrir árin 2018-2021.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2018-2021 til síðari umræðu.

15.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18.50