Fundargerð - 26. apríl 2001

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar að Melum fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20:30. Allir sveitarstjórnarmenn mættir auk þriggja áheyrnarfulltrúa.

 

1) Fundargerðir: Hörgárbyggðar frá 21.03.2001 var samþykkt. Fundargerð Þelamerkurskóla frá 03.04.2001 var tekin fyrir og ráðning skólastjóra samþykkt þar sem Sigfríður Angantýsdóttir var ráðin. Fundargerðin samþykkt. Fundargerð skólanefndar frá 24.04 var kynnt. Verður hún tekin fyrir á næsta fundi. Fundargerð frá svæðisskipulagi kynnt. Fundargerð Byggingarnefndar frá 03.04.2001 kynnt og samþykkt. Fundargerð bókasafnsnefndar frá 09.04.2001 var kynnt, var hún í þremur töluliðum. Sveitarstjórn samþykkir að bókasafnsnefnd vinni að tillögu nr. 1. Fundargerð oddvitafundar frá 22.04.2001 var kynnt málið nokkuð rætt. 6. liður fundargerðar ræddur nokkuð í umræðunni kom fram að Varpholt væri til sölu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa til framkvæmdanefndar að skoða málið fyrir næsta fund. Fundargerðin samþykkt og þar með hækkar fjárhagsáætlun Þelmerkurskóla upp í 55.442.000.-

 

2) Tekin fyrir umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Flugleiðahótel, Hótel Eddu, Þelamörk fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

3) Bréf frá Sýslumanni til umsagnar um veitinga- og gististaði. Umsókn Andreu Regula Keel kt. 210976-2219 um leyfi til að reka gistiheimili að Pétursborg. Sveitarstjórn samþykkti málið. Oddvita falið að ganga frá umsögn um eldvarnir.

 

4) Erindi frá Sverri Pálmasyni Beykilundi 14 Akureyri. Hann óskar eftir leyfi til byggingar vélageymslu að Varmavatnshólum í Öxnadal. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Senda Skipulagsstofnun erindið til umsagnar.

 

5) Tekið fyrir bréf frá Nils Gíslasyni um skúrbyggingu að Skógarhlíð 35. Oddvita falið að kanna málið í samráði við byggingarfulltrúa og verði bygging leyfð verði hún ekki stærri en 15 fm og byggingin standist reglugerðir þar að lútandi.

 

6) Bréf frá Minjasafninu á Akureyri. Guðrún Kristinsdóttir safnsstjóri. Varðar verkefnisstjórn vegna rannsókna og kynningar á Gásum. Óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn vegna ferðamennastaðar á Gásum. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna G. Björk Pétursdóttir Gásum.

 

7) Tekið fyrir bréf frá Fornleifastofnun um að ljúka fornleifaskráningu í sveitarfélaginu. Tilboð frá Fornleifastofnun Íslands er að því verði lokið á fjórum árum þar er að segja 340.000 kr. án vsk. á ári. Sveitarstjórn samþykkir að fresta fornleifaskráningu að minnsta kosti í ár.

 

8) Oddviti kynnti undirskriftarlista, undirritaðan 70 foreldrum. Sent sveitarstjórn Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Þar segir: það er eindreginn vilji okkar að nýmjólk smjör/vi verði jafn aðgengilegt á borðum skólans og eins og léttmjólk og létt og laggott er í dag.

 

9) Tekið fyrir bréf frá Leikfélagi Hörgdæla varðandi breytingar á húsæði á Melum. Oddvita falið að fylgja eftir bókun sveitarstjórnar frá 21.02.2001. Tekið fyrir bréf frá bókhaldara sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita bókhaldara heimild til að leita til launanefndar sveitarfélaga um túlkun á þessu máli. Oddviti kynnti bréf frá leikskólastjóra Álfasteins.

 

10)a Umsókn um styrk frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Sveitarstjórn samþykkir að greiða 20.000 kr. b) frá Styrktarfélagi vangefinna, beiðninni hafnað.

 

11) Oddviti lagði fram samþykktir um stjórn og fundarsköp Hörgárbyggðar til lokaafgreiðslu. Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um stjórn og fundarsköp Hörgárbyggðar. Þau verða send út með næsta fréttabréfi.

 

12) Búið er að bjóða út rotþrær og efni í siturlögn fyrir þann hluta sveitarfélagsins, þar sem fráveitur standast ekki reglugerð. Unnið verður eftir úttekt sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerði. Verkinu skal lokið á þessu ári. Sveitarstjórn samþykkir að semja við Gámaþjónustu Norðurlands að sjá um tæmingu rotþróa í Öxnadal og Hörgárdal vestan ár. Tæmingargjald er rúmlega 20.000.- á þró, sem eigandi þarf að borga. Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði í því að rotþrær verði settar við íbúðir austan Hörgár og Kræklingahlíð. Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarfélagið greiði fyrir framkvæmd verksins, en eigendur fyrir rotþrær og annað efni sem til þarf.

 

13) a. Beiðni frá Erik Jensen að gera bílastæði norðan vegar við einkalóð. Sveitarstjórn samþykkir málið. Oddvita falið að ganga frá því máli.

b. Sveitarstjórn barst bréf frá landbúnaðarráðuneytinu um að landsspilda í landi Garðshorns í Kræklingahlíð í Hörgárbyggð verði leyst úr landbúnaðarnotkun en landspildan er tilgreind. Sveitarstjórn samþykkir þessa beiðni.

c. Kynnt tilboð frá Gámaþjónustu Norðurlands að sjá um sorphirðu í sveitarfélaginu. Málið verður skoða og afgreitt á næsta fundi.

 

 

Ákveðið að næsti sveitarstjórnarfundur verði miðvikudagskvöldið 23. maí kl. 20:30 í Hlíðarbæ.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 23:50.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson, Ármann Búason