Fundargerð - 24. mars 2010

Miðvikudaginn 24. mars 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 20:00.

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Niðurstaða kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar

Lagðar fram fundargerðir kjörstjórnar Arnarneshrepps 20. mars 2010 og

samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 22. Mars 2010, þar sem m.a. kemur fram eftirfarandi niðurstaða kosninga um

sameininguna, sem fram fór 20. mars 2010:

Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100, sem er 79,4% kjörsókn. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162, sem er 52,4% kjörsókn. Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði (57%) með sameiningunni og 40 greiddu (40%) atkvæði gegn henni. Þrír seðlar voru auðir. Í Hörgárbyggð greiddu 149 atkvæði (92%) með sameiningunni og 12 greiddu (7%) atkvæði gegn henni. Einn seðill var auður.

Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt í þeim báðum.

Með vísan til niðurstöðu sameiningarkosninganna var eftirfarandi bókun

samþykkt:

Hreppsnefnd Arnarneshrepps samþykkir fyrir sitt leyti að sameining

sveitarfélaganna taki gildi 12. júní 2010, hið sameinaða sveitarfélag taki

yfir allt það land sem nú tilheyrir Arnarneshreppi og Hörgárbyggð, íbúar

sveitarfélaganna verði íbúar hins sameinaða sveitarfélags, eignir, skuldir,

réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum falli til hins sameinaða

sveitarfélags, skjöl og bókhaldsgögn sveitarfélaganna skuli afhent hinu

sameinaða sveitarfélagi, kosið verði til sveitarstjórnar hins sameinaða

sveitarfélags 29. maí 2010, þ.e. fimm fulltrúa og fimm varamenn, í

sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags og kosið verði um nafn hins

sameinaða sveitarfélags samhliða kosningum til nýrrar sveitarstjórnar 29.

maí 2010.

 

2. Kosning í kjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og

Hörgárbyggðar

Hreppsnefnd Arnarneshrepps kaus eftirtalda í kjörstjórn fyrir hið sameiginlega sveitarfélag skv. tillögu samstarfsnefndar: Aðalmaður: Þórhildur Sigurbjörnsdóttir. Til vara: Bryndís Olgeirsdóttir og Jónína Grétarsdóttir.

 

3. Fundargerð frá 7. fundi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar frá 25. febrúar sl.

Fundargerð lögð fram og samþykkt.

 

4. Fundargerð frá Byggingarfulltrúa Eyjafjarðar frá 16. mars sl.

Fundargerðin er í 13 liðum. Liður 13 fjallar um viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 4 við Hjalteyri.

Fundargerðin lögð fram og liður 13 samþykktur.

 

5. Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun til Umhverfisráðuneytis frá 11. febrúar sl.

Fram kemur að aðalskipulagsbreyting vegna frístundabyggðar á Þrastarhóli hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og send ráðuneytinu.

 

6. Bréf frá Skipulagsstofnun frá 16. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Fundargerð frá HNE frá 124. fundi frá 10. febrúar sl.

Fundargerðin er í 18 liðum. Liðir 8 og 9, fjalla um umsögn HNE vegna deiliskipulagstillögu annars vegnar vegna Skógarnes og hins vegar Þrastarhóls. Liður 17 L) fjallar um starfsleyfi mötuneytis Þelamerkurskóla.

Fundargerðin lögð fram og ofangreindir liðir samþykktir.

 

8. Endurskoðun fjallskilasamþykktar, bréf frá 4. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

 

9. Sorphirðing í Arnarneshreppi

Reyslutími samningsins við Íslenska Gámafélagið vegna grænu tunnurnar er að renna út þann 30. apríl nk. Óskað verður eftir því við Íslenska Gámafélagið að reynslutíminn verði framlengdur til 30. sept. nk.

Varðandi almenna sorpið þá hefur Þorlákur Aðsteinsson í Baldursheimi óskað eftir því að hætta sorphirðu fyrir hreppinn frá og með 30. sept nk.

 

10. Styrktarbeiðni frá Steinunni Erlu Davíðsdóttur

Steinunn óskar eftir styrk að upphæð 40.000 kr vegna æfingaferðar til Spánar 5 – 12 apríl nk.

Erindið samþykkt.

 

11. Styrtkarbeiðni frá Aflinu, dags. 17. mars sl.

Hreppsnefnd ákvað að styrkja Aflið um kr. 20.000.

 

12. Bréf frá Þórði Þórðarsyni í Hvammi, dags. 13.03.10

Erindið er í 4 liðum:

1. Óskað er eftir viðræðum við hreppsnefnd um legu landamerkja Óss og Hvamms.

Hreppsnefnd leggur til að leitað verði við Búnaðarsambands Eyjafjarðar til að kanna hvort þeir geti aðstoðað við þetta mál.

2. Kanna hvort áhugi sé hjá hreppsnefnd að leiga landsspildu úr Óslandi sem er óræktuð, fyrir neðan Syðri-Bakka veg frá Hvammsmerkjum suður, að því landi sem Albert hefur á leigu og niður að sjó.

Hreppsnefnd hefur ekki áform um að leiga þetta land út að svo stöddu.

3. Óskað er eftir skriflegu svari vegna málaloka vegna merkjagirðingar ofan Syðri-Bakkavegar á merkjum Hvamms og Óss.

Oddvita falið að senda bréfritara skriflegt svar vegna þessa málaloka.

4. Óskað er eftir ljósriti af öllum gögnum sem tengjast skipulagsmálum í Arnarnesheppi fyrir 01.04.10.

Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að 246

fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna (undanþágur vegan vinnuskjala ofl.)

Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir:

"Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."

Samkvæmt þessu er upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af því leiðir að gögnin verða því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli sem hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki.

Fyrirliggjandi beiðni skortir þessa afmörkun og því er hreppnum ekki skylt að verða við beiðninni.

Einar Þórðarson vék af fundi undir þessum lið.

 

13. Hluthafafundur Flokkunar og samningur við Norðurás bs.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð frá framkvæmdanefnd ÞMS frá 9. mars sl.

Fundargerðin er í 4 liðum. Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

 

15. Bréf frá Akureyrarbæ, kynning á nýju deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.

Lagt fram til kynningar.

 

16. Skólaakstur 2010 - 2011

Lögð fram yfirlýsing frá Sportrútunni ehf. sem er núverandi verktaki við skólaakstur í Arnarneshreppi dags. 19.03.10. Sportrútan ehf. lýsir sig tilbúin að halda óbreyttum samningi er varðar skólaakstur í Arnarneshreppi skólaárið 2010 – 2011.

Hreppsnefnd samþykkti að gengið verði til samninga við Sportrútuna ehf. um eins árs framlenginu á gildandi samningi.

 

17. Óbyggðanefnd, bréf frá 2. mars sl.

Fram kemur að kröfur vegna Þorvaldsafréttar eru óbreyttar frá kröfugerð, dags. 11. maí 2009.

 

18. Vinnuskóli sumaið 2010

Ákveðið að vinnuskóli verði í sumar fyrir börn í 8-10 bekk, eins og hefur verið undanfarin ár.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 21:35