Fundargerð - 23. maí 2001

Miðvikudagskvöldið 23. maí 2001 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ. Mættir voru Oddur Gunnarson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Jóna Antonsdóttir og Aðalsteinn Hreinsson, sem varamaður Sturlu Eiðssonar. Enginn áheyrnarfulltrúi mætti.

 

 

   1) Tekin var fyrir fundargerð Hörgárbyggðar frá 24.04 2001. Var hún samþykkt. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 03.05 2001 var kynnt. Fundargerð skólanefndar frá 24.04 2001. Sveitarstjórn gerði athugasemd við lið eitt um skóladagatal og gerði svohljóðandi bókun. Sveitarstjórn samþykkir að kennsludagar verði 172 fyrir skólaárið 2001-2002.

 

   2) Frárennslismál. Tilboð bárust frá þremur aðilum. Frá Sæplasti Dalvík ehf. í rotþrær kr. 3.379.000.- Frá Húsasmiðjunni hf. í rotþrær og rör kr. 4.022.000.- Frá Byko Ak. í rotþrær og rör kr. 3.780.580.- Hagstæðasta verðið er hjá Byko Ak. Jósavin Arason er tilbúinn að taka að sér framkvæmd verksins. Sótt verður um endurgreiðslu á hluta kostnaðarins til umhverfisráðuneytisins.

 

   3) Sorpflutningar. Oddviti kynnti tilboð frá Gámaþjónustu Norðurlands  varðandi töku húsasorps í 500 eða 660 lítra körum, aðra hverja viku. Tilboðið hljóðar upp á 93.400 kr. án vsk. Sveitarstjórn falið að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands til allt að fimm ára. Tilboðið taki gildi fyrsta september 2001. Sveitarstjórn samþykkti að senda pressubíl eftir rúlluplasti í sveitarfélagið á tímabilinu 15.-20. júní. Auglýst með dreifibréfi.

 

   4) Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 var lagt fram 17.04 og liggur frammi til 23. maí. Kærufrestur er sex vikur.

 

   5) Brunavarnir. Oddviti kynnti stöðu mála í samningaviðræðum við Akureyrarbæ um brunavarnir. Sveitarstjórn samþykkti að veita fulltrúa brunavarna Hörgárbyggðar heimild til að semja við Akureyrarbæ um brunavarnir.

 

   6) Bréf hefur borist sveitarstjórn undirritað af Sverri Pálmasyni og Erni Viðari Birgissyni fyrir hönd hestamannafélagsins Léttis. Óskað er eftir að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í starfshóp til að skoða reiðvegamál í Hörgárbyggð ásamt tveim fulltrúum frá Létti. Sveitarstjórn ákveður að tilnefna Þór Jónsteinsson, Arnar Sverrisson og Hauk Sigfússon.

 

   7) Skuldbreytingalán. Oddviti kynnti stöðu mála varðandi skuldir sveitarfélagsins. Einnig kynnti hann lánamöguleika úr Lánasjóði sveitarfélaga allt að 7.500.000 til 10 ára á 4,5% breytilegum vöxtum bundið vísitölu neysluverðs, jafnframt er veitt trygging í tekjum sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

 

   8 a) Fjallskilasamþykkt. Helgi Steinsson kynnti breytingartillögur sem lagðar eru til að nefnd sem Héraðsnefnd kaus til að endurskoða fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á héraðsnefndarfundi sjötta júní. Sveitarstjórn tók málinu jákvætt.

 

   b) Innheimtumál. Við mötuneyti Þelamerkurskóla greiða sumir foreldra ekki fæði barna sinna og skulda orðið verulegar upphæðir. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið greiði upp skuldir foreldra skólaárið 1999-2000 og eldri. Sveitarstjórn innheimtir síðan skuldir hjá viðkomandi aðilum.

 

  c) Oddviti kynnti kostnaðaráætlun frá hitaveitu um breytingar á hitakerfi í Þelamerkurskóla og íþróttahúsi.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 00:45.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson, Ármann Búason