Fundargerð - 23. ágúst 2005

Þriðjudagskvöldið 23. ágúst 2005 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka, mættir Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.

 

Eftirfarandi fært til bókar:

 

1.  Fundargerð síðasta fundar undirrituð.

 

2.  Farið var yfir fasteignamat lands til álagningar gangnadagsverka. Vegna hækkunar matsins milli ára fjölgar landsdagsverkum nokkuð, eða úr 67 haustið 2004 í 76 nú.

 

3.  Ákveðið að veita einstökum fjáreigendum ekki undanþágu frá gangnaskyldu sinni, nema þeir hafi allt sitt fé í sauðheldum girðingum sumarlangt.

 

4.  Þar sem sauðfjáreigendur í Hörgárbyggð nýta ekki lengur upprekstur á Þorvaldsdal, samþykkir fjallskilanefnd að þeir skuli vera undanþegnir gangnaskyldu á hliðardölum hans, Illagilsdal og Lambárdal. Í stað þess ábyrgist Hörgárbyggð göngur þar, samanber lið 5 í fundargerð 1. fundar fjallskilanefndar 2005.

 

5.  Ákveðið að í haust verði lögð eftirleitardagsverk á öll afréttargangnasvæði í Öxnadal og þeim jafnað niður á fjár- og landeigendur eins og öðrum fjallskilum þar. Í staðinn verði fellt niður eftirleitarflug, sem ekki hefur þótt gefa nógu góða raun.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:36.