Fundargerð - 21. september 2005

Miðvikudaginn 21. september 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 71. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Fundargerðir. 

a)  Punktar frá aukafundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 15. september 2005 yfirfarin og samþykkt.  Undir lið 1. Oddvita var falið að skoða hvort ekki mætti ráðgera aukafjárveitingu til uppbyggingar og/eða stækkunar leikskólans, þrátt fyrir væntanlegar sameiningarkosningar. Oddviti hefur kynnt sér það að sveitarstjórn er heimilt að ákveða fjárveitingu til uppbyggingar leikskólans og var ákveðið að taka frá allt að kr. 1.500.000 af rekstrarfé til að vinna að þeim undirbúningi. Gera á ráð fyrir þeirri fjárveitingu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar.

b). Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. septem­ber 2005, 164. fundur,  lögð fram til kynningar. 

c) Fundargerðir Heilbrigðis­nefndar Norðurlandi eystra nr. 82. og 83. og fjárhagsáætlun 2006, (heilbrigðis­eftirlitgjald og vatnsgjald). Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2006. Áætlunin gerir ráð fyrir að framlag Hörgárbyggðar til eftirlitsins verði kr. 222.927 vegna íbúanna og kr. 542.376 vegna fyrirtækjanna þ.e. samtals framlög árið 2006 kr. 765.303. Hörgárbyggð á endurkröfurétt á fyrirtæki og býli með vatnsveitur. 

d) Aðrar fundargerðir. 

Fundargerð bygginganefndar frá 6. septem­ber 2005.  Eitt erindi er þarúr Hörgárbyggð,  þ.e. erindi Auðbjörns Kristinssonar og var afgreiðslu frestað þar sem framlagðar teikningar eru ekki í samræmi við skipulagsskilmálana á svæðinu. Fundargerðin afgreidd án athugasemda. 

Funda­rgerðir nefndar um Staðardagskrá 21 frá 5. og 6. september 2005. Fundargerðirnar afgreiddar án athugasemda.

 

2. Bókhald ÞMS.  Tekið fyrir bréf Arnarneshrepps dags. 30. maí 2005, sem lagt var fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar 15. júní sl. Í bréfi Arnarneshrepps kemur fram að Arnarneshreppur segir upp þjónustusamningi um launavinnslu og fjárhagsbókhald Þelamerkurskóla.

Þelamerkurskóli er stofnun sveitarfélaganna og er lögaðili. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar  vísar málinu til efnislegrar umfjöllunar í framkvæmdanefnd Þelamerkur­skóla.

 

3.  Framlög til AFE.  Óskað er eftir 15% aukaframlagi frá Hörgárbyggð vegna kostnaðar   AFE í þátttöku í verkefninu „vaxtasamningur við Eyjafjörð. Fallist er á erindi AEF að þessu sinni.

 

4.  Ýmis erindi. 

a)   Bréf frá fjárlaganefnd. Boðið upp á fund með fjárlaganefnd 26. eða  27. sept­ember, einnig er boðið upp á fund í gegn um fjarfundabúnað.  b)   Fjármálaráðstefna.  Ráðstefnan verður haldin 10. og 11. nóvember nk. Sveitarstjórimun fara fyrir hönd Hörgárbyggðar. 

c)  Stofnfjár­aukning í Sp. Norðlendinga.  Stjórnar­formaður Sparisjóðs Norðurlendinga tilkynnir að ákveðið sé að fresta stofnfjáraukningu til næsta aðalfundar sparisjóðsins vegna óvissu um lagalegt umhverfi gagnvart uppruna og meðferð á stofnfé í sjóðnum og því geti verið skynsamlegt að auka stofnfé í áföngum og þá með lægri fjárhæðum hverju sinni.  Lagt fram til kynningar. 

d)  UST – Öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.  Þar kemur fram að frá og með 1. janúar 2006 er þeim einum heimilt sem hlotið hafa faggildinu að taka að sér eftirlit með öryggi leikvallatækja og leiksvæða. Lagt fram til kynningar. 

e) Styrkbeiðni frá Hróknum.  Samþykkt að veita Hróknum kr. 10.000. 

f. Styrkbeiðni frá UMFÍ.  Samþykkt að kaupa kveðju á kr. 3.000.

 

5.  Erindi frá Auðbirni Kristinssyni – íbúðafjöldi í húsi, lóð að götu.  Óskar Auðbjörn eftir því að „fá það staðfest að byggja megi 3ja íbúða hús á lóðunum nr. 12 og 14 í Skógarhlíð. Að meðfylgjandi teikningar standist skipulagsskilmála svæðisins. Einnig að fleyghorn sem myndast milli lóðamarka að götu fylgi lóðareiganda svo að komist verið hjá ófrágengnu landi og megi mynda heildarlóð að götu. Óskað er eftir afgreiðslu hið fyrsta svo hægt verði að koma af stað framkvæmdum fyrir veturinn. Framlagðar teikningar til bygginganefndar voru ekki afgreiddar vegna ofangreindra atriða. Áríðandi er að málið verði afgreitt hið fyrsta þannig að hægt verði að fá það afgreitt í bygginganefnd á næsta fundi“. Skipulagsnefnd hefur skoðað umræddar teikningar, ásamt afstöðu­mynd, og hefur samþykkt erindið fyrir sitt leyti. Sveitarstjórn Hörgárbyggjar samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að lóðarhafi fái skriflegt leyfi nágranna vegna fjölda íbúða í hvoru húsi fyrir sig.

 

6.  Skipulag – byggingar.  Sveitarstjóri ræddi um að þó nokkrar fyrirspurnir hefðu komið um að byggja íbúðarhús á óskipulögðum svæðum og lýsti yfir áhyggjum um að ekki væri til fjármagn hjá Vegagerðinni til að leggja nýjar heimreiðar og einnig að það yki hættu á þjóðvegi 1 að alltaf væru að koma  nýjar tengingar.

 

7.  Málefni leikskóla.  Lögð fram fyrirspurn um málefni leikskóla í landinu frá  þingflokki VG.   Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

 

8.  Sameining sveitarfélaga, málefnaskrá.  Málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu sveitar­­­f­élaga tekin fyrir til seinni umræðu.

 

9.  Fjármál.  Sveitarstjóri kynnti stöðu fjármála og verður betur farið yfir þau mál með endurskoðun fjárhagsáætlunar.

 

10.  Ýmis mál. Tilnefning varamanns Hauks Steindórssonar í kjörstjórn. Ákveðið að Sturla Eiðsson verði varamaður Hauks í kjörstjórn.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:58.