Fundargerð - 19. nóvember 2003

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 44. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Fundarritari var Birna Jóhannesdóttir.

 

Þetta gerðist:

1. Fjármál – áætlanir – álagning gjalda

Fjárhagsáætlun v/ 2004, fyrsta umræða.

 

2. Safnamál í Eyjafirði, frá héraðsnefnd, fundargerð dags. 15. okt.´03.

Bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um safnamál í Eyjafirði. Helgi las upp tillögu  Héraðsnefndar að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Áætluð útgjöld eru kr. 7.600.000. Lögð voru fram drög að endurbættri stofnskrá fyrir Minjasafnið á Akureyri. Oddvita var falið að undirrita fyrir hönd Hörgárbyggðar stofnskrána eins og hún var lögð fram.

Í fundargerð héraðsnefndar undir lið 4 var ákveðið að bíða eftir upplýsingum um hvort sveitarstjórnarmenn við Eyjafjörð hafi áhuga á sameiginlegum rekstri upplýsingarmiðstöðvar á Akureyri fyrir ferðamenn, en framkvæmdastjóra Héraðsnefndar var falið að kanna hug sveitarstjóra.

 

3. Sameining sveitarfélaga

Bréf frá verkefnisstjórn, dags. 28. okt. 2003 um kynningarfundi vegna sérstaks átaks í sameiningu sveitarfélaga.  Lagt fram til kynningar.

 

4. Frá félagsmálaráðuneytinu

a. Tekjustofnar sveitarfélaga, bréf frá félagsmálaráðuneyti, dags. 31. okt. ´03.

Vegna beitingar heimildarákvæðis 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.  Að mati ráðuneytisins er afar æskilegt og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að sveitarfélög setji sér reglur um afslátt eða niðurfellingu fasteignaskatt á grundvelli framangreindra laga. Sveitarstjóra falið að koma með tillögur um afslætti á fasteignagjöldum eftirlaunaþega og leggja fyrir næsta fund.

b. Jöfnun á tekjutapi sveitarfélaga, bréf frá félagsmálaráðuneyti, dags. 17. okt. 03. Þar kemur fram að endanlegt útreiknað framlag ársins 2003 er kr. 7.926.843. Lagt fram til kynningar.

 

5. Íbúaþing, 22. nóvember 2003

Guðmundur Sigvaldason frá Sorpeyðingar Eyjafjarðar og Guðrún Kristinsdóttir frá Minjasafninu munu koma og halda framsögu. Sveitarstjóri mun halda tölu og ef næg þátttaka verður í Íbúaþinginu, er fyrirhugað að hafa hópastarf.  Ákveðið að reyna að fá Jón Inga Sveinsson til að tala um lóðirnar við Skógarhlíð.

 

6. Fundargerðir

a. Fundargerðir byggingarnefndar frá 21. okt. og  4. nóv. s.l.              Lagðar fram til kynningar.

b. Fundargerð skólanefndar frá 4. nóvember 2003

Skólanefnd beinir því til sveitarstjórna að þær sjái til þess að íþróttahúsið fáist leigt fyrir árshátíð skólans þá daga sem æfingar og sýning standa yfir en árshátíðin er fyrirhuguð 2. apríl 2004. Fundargerðin var afgreidd án athugasemda.

c. fundargerðir Sorpeyðingar Eyjafjarðar nr. 58, 59 og 60

Lagðar fram til kynningar.

d. Fundargerð skipulagsnefndar frá 20. október

Fundargerðin staðfest án athugasemda.

 

7. Svarbréf frá Vegagerðinni, dags. 12.nóv. 2003 um hraðahindrun við Þelamerkurskóla

Vegagerðin telur að vegtæknilega séð er óæskilegt að setja hraðahindrun á þjóðveg nema fylgi lækkun hámarkshraða á viðkomandi kafla. Við ÞMS er ekki augljóst að lækka þurfi hámarkshraða þótt skólinn sé nokkuð nálægt vegi.

 

8. Varamaður í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands

Varamaður er Hermann Harðarson.

 

9. Fasteignagjöld vegna atvinnustarfsemi

Vísað til næsta fundar.

 

10. Styrkbeiðnir:

Samþykkt að kaupa bókina Stjórnarráð Íslands 100 ára.

Ákveðið að sækja um til Ferðamannaráðs Íslands um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum og þá til að gera úrbætur á útivistarsvæðinu við Mela.

 

11. Verk í vinnslu.

a. Þjónusta við aldraða.  Þjónustusamningur við Akureyrarbæ vegna aldraða er enn í biðstöðu.

b. Leikskólinn.  Helga kom með upplýsingar um hvað önnur sveitarfélög séu að borga með sínum börnum í leikskólaplássum í öðrum sveitarfélögum. Er það á verðbilinu kr. 38.000 til kr. 64.000 og er það stefna sveitarfélaganna að fá greiddan raunkostnað við hvert leikskólapláss.

c. Erindisbréf nefnda. Er í vinnslu.

d. Erindi frá starfsstúlkum í Þelamerkurskóla  þar sem þær óska eftir að lögboðin uppsagnarfrestur sem er þrír mánuðir verði látinn gilda við uppsögn á staðaruppbót. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir þriggja mánaða uppsagnarfrest á staðaruppbót.

e. Tilboð í garnaveikisbólusetningu frá Dýralæknisþjónustu Eyjafjarðar var samþykkt samhljóða og er það eftirfarandi: Komugjald á bæ kr. 1.804, bólusetning pr. lamb kr. 120, lyfjakostnaður kr. 90. Hundahreynsun v/ bólusetningu kr. 1.600 lyf kr. 357 pr. 10 kg. hund. Hundahreinsun þar sem ekki er bólusett kr. 2.367. Öll verðin eru með VSK. Sveitarsjóður greiðir komugjald og lyf vegna bólusetningar.

 

12. Trúnaðarmál.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 24:23.