Fundargerð - 19. desember 2007

Miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 22. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, síðari umræða

Lögð fram fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu Hörgárbyggðar fyrir árið 2008, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur verði alls kr. 196.340.000 og heildarrekstrar- kostnaður (nettó) verði kr. 175.598.000. Fjármagn til fjárfestinga verði kr. 20.742.000 sem er 10,6% af skatttekjum.

Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlunina eins og hún var lögð fram.

 

2.  Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar, 12. des. 2007

Fundargerðin er í tveimur liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

3.  Tréstaðir, orlofshús, úrskurður um gjaldskyldu

Bréf, dags. 6. des. 2007, frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem kveðinn er upp sá úrskurður að orlofshús Kaupþings hf. í landi Tréstaða skuli skattlögð skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

 

4.  Blómsturvallavegur, slitlag og lýsing

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir því að við Vegagerðina að hún leggi, næsta sumar, bundið slitlag á a.m.k. fyrstu 150 m af Blómsturvallavegi og að sett verði götulýsing á þann kafla.

 

5.  Neytendasamtökin, styrkbeiðni

Bréf, dags. 4. des. 2007, frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 7.398 vegna starfsársins 2008. Sveitarstjórn samþykkti að verða við erindinu.

 

6.  Gjald fyrir förgun úrgangs, breyting

Skv. nýrri gjaldskrá Flokkunar ehf., sem var endanlega afgreidd á stjórnarfundi Flokkunar ehf. 13. des. 2007, er gjald fyrir kjöt- og sláturúrgang, fiskúrgang og matarleifar 7,20 kr./kg en ekki 7,00 kr./kg eins og gengið var út frá við ákvörðun þessa gjalds fyrir Hörgárbyggð 21. nóv. 2007.

Sveitarstjórn ákvað að gjaldskránni frá 21. nóv. 2007 verði breytt þannig að 7,20 kr./kg kom í stað 7,00 kr./kg. v/ kjöt- slátur- fisk- úrgangs og matarleifa.

 

7.  Félagsheimilið Melar, umsjón

Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Braga Konráðsson, Lönguhlíð, ásamt drögum að starfslýsingu fyrir umsjónarmann félagsheimilisins Mela. Sveitarstjórn fór yfir drögin og samþykkti síðan að ganga til samninga við Braga Konráðsson á grundvelli framanritaðs.

 

8.  Innkaupareglur Hörgárbyggðar

Lögð fram drög að innkaupareglum fyrir Hörgárbyggð, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 5. des. 2007 (12. liður). Fjárhæðir í drögunum taka mið að þeim fjárhæðum sem eru í gildi hjá sambærilegum sveitarfélögum.

Innkaupareglurnar voru ræddar og síðan samþykktar samhljóða.

 

9.  Um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

Bréf, dags. 7. des. 2007, frá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun, þar sem vakin er athygli á gildistöku á breytingu á lögum sem fela í sér að efnistaka er óheimil nema að fengu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, líka þó að um gamlan efnistökustað sé að ræða.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Tilnefningar í ráð og nefndir hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga

Bréf, dags. 12. des. 2007, frá Eyþingi, þar sem óskað er eftir upplýsingum um þá aðalmenn í sveitarstjórn og embættismenn hjá sveitarfélaginu sem eru reiðubúnir að taka að sér nefndarstörf á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Barnavernd, framkvæmdaáætlun

Bréf, dags. 5. des. 2007, frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem fram kemur að sveitarstjórnir skuli gera framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Skv. heimild í 2. mgr. 9. gr. barnaverndarlaga var ákveðið að vísa málinu til barnaverndarnefndar.

 

12. Frumvörp til laga um grunnskóla og leikskóla

Bréf, dags. 12. des. 2007, frá Alþingi ásamt frumvörpum til laga um grunnskóla og leikskóla. Frumvörpin, ásamt greinargerðum, alls 94 bls. Óskað er eftir umsögn um frumvörpin. Lagt fram til kynningar.

 

13. Frumvörp til laga um framhaldsskóla og um menntun og ráðningu kennara

Bréf, dags. 12. des. 2007, frá Alþingi ásamt frumvörpum til laga um framhaldsskóla og um menntun og ráðningu kennara. Frumvörpin, ásamt greinargerðum, alls 67 bls. Óskað er eftir umsögn um frumvörpin. Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 5. des. 2007

Fundargerðin er í ellefu liðum, enginn þeirra varða Hörgárbyggð.

Lögð fram til kynningar

 

15. Trúnaðarmál