Fundargerð - 18. júní 2003

Miðvikudaginn 18. júní 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til 33. fundar að Melum.

Mætt voru: Ásrún Árnadóttir, varamaður þar sem Ármann er að heiman, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir.

 

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Helgi óskaði eftir að bæta við dagskrána heimild til að Hörgárbyggð fengi yfirdrátt hjá Sparisjóði Norðlendinga og að kjósa stefnuvotta. Sveitarstjórn heimilaði að bæta við þessum atriðum.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Kjör oddvita og varaoddvita

Óskað var eftir að umræður um kjör oddvita og varaoddvita færi fram á lokuðum fundi, þar sem verkaskiptin milli oddvita og sveitarstjóra þarfnast frekari umræðu. Ákveðið var að fresta til næsta fundar umræðum um verkaskiptinguna en klára að kjósa oddvita og varaoddvita. Helgi var kjörinn oddviti með fjórum atkvæðum, Sigurbjörg, Sturla, og Ármann fengu eitt atkvæði hvor. Sigurbjörg var kosin varaoddviti með fjórum atkvæðum. Ármann fékk þrjú atkvæði.

 

2. Ársreikningur Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og Íþróttahúss

Arnar Árnason frá KPMG mætti á fundinn og fór yfir ársreikninga Hörgárbyggðar 2002. Heildarniðurstaða rekstrarins er sú að tekjurnar voru kr. 117.877.000, gjöldin voru kr. 114.892.000 og mismunur því kr. 2.985.000. Tekjur á hvern íbúa voru 287.000, eignir kr. 460.000, eigið fé kr. 388.000 og skuldir kr. 72.000. Velfjárhlutfall 2,82 og eiginfjárhlutfall 0,84. Ársreikningurinn var síðan afgreiddur til síðari umræðu.

 

3. Fundargerðir

a. Fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar 18. svæðis, 3. og 4. fundur voru afgreiddar án athugasemda. Samningur við BSE og fjárhagsáætlun var samþykkt samróma. Kostnaður Hörgárbyggðar vegna búfjáreftirlitsnefndar árið 2003 er kr. 160.089 og kr. 421.699 áárinu 20024.

 

b. Fundargerð leikskólanefndar frá 2. maí sl. Óskað er eftir að Hugrún leikskólastjóri leggi fram skriflega beiðni að hún óski eftir ársleyfi í framhaldi af barnsburðarleyfinu. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

c. Fundargerð skólanefndar frá 5.- 6.- 8. – 14. maí sl. gefa ekki tilefni til athugasemda.

 

d. Fundargerð framkvæmdanefndar ÞMS frá 27. maí sl. Framkvæmdanefndin leggur til að hækka rafmagn frá 1. apríl um 8 krónur pr. kwst. og frá og með 1. október 2003 samkvæmt taxta RARIK. Hækkunin á rafmagni var samþykkt samhljóða. Samþykkt að vísa til framkvæmdanefndar að ráðstafa lausri íbúð í ÞMS.

 

e. Fundargerð EYÞINGS frá 26. maí sl. 141. fundur. Lögð fram til kynningar

 

f. Fundargerð byggingarnefnd Eyjafj. frá 20. maí sl. . Lögð fram til kynningar.

 

g. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafj. frá 14. maí sl. ársreikningur Héraðsnefndar, vegaáætlun og fundargerð Héraðsnefndar Eyjafj. frá 4. des. sl. Þar kemur fram að vegafé í Hörgárbyggð er til nýbyggingar á Barkárvegi kr. 1.500.000, Ásláksstaðavegi kr. 380.000 og til viðhalds úthlutað er  kr. 2.260.000. Lagt fram til kynningar.

 

i. Fundargerð Heilbrigðisnefnd Norðurlands e. frá 2. júní sl. lög fram til kynningar

 

4. Jarðarsala – Einhamar

Svavar Aðalsteinsson selur Gunnar og Doris í Búðarnesi jörðina Einhamar. Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á Einhamri.

 

5. Skipulagsmál, Steðji, Gásir og fundargerð frá 16. júní

Samþykkt að lóðargjöld í Skógarhlíð fyrir 2003 verði eftirfarandi. Einbýlishúsalóðir er pr. íbúð 1.270.000, parhús, tvíbýlishús eða raðhús að einni hæð verða á kr. 850.000. Raðhús á tveimur hæðum, fjölbýlishús með a.m.k. þremur íbúðum verður á 640.000 á hverja íbúð. Kr. 200.000 fyrr aukabílastæði. Ákveðið að auglýsa deiliskipulagið á frístundabyggðinni á Steðja eins og búið var að samþykkja 17. maí 2002.

 

6. Ýmis erindi lögð fram til kynningar

a) Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar – skýrsla stjórnar og ársreikningur. Frestað til næsta fundar.

 

b) Leigusamningur v/Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. og Akureyrarbæjar um leyfi til urðunar sorps á Glerárdal út árið 2007. Frestað til næsta fundar.

 

c) Samningur um stofnanaþjónustu f.aldraða milli Akureyrarbæjar annars vegar og annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð hins vegar. Frestað til næsta fundar.

 

d) Félagsþjónusta og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Frestað til næsta fundar.

 

e) Starfsreglur Hörgárbyggðar v/viðbótarlána, unnar af Sigurbjörgu Jóhannesdóttur var frestað til næsta fundar.

 

7. Styrkbeiðnir. a) Bókaútgáfan Hólar. Frestað til næsta fundar.

 

8. Kærunefnd útboðsmála

Afrit af bréfi kærunefndar útboðsmála til Friðriks Gestssonar þar sem honum er gefinn frestur til 30. maí til að tjá sig um meðfylgjandi gögn. Frestað til næsta fundar.

 

9. EYÞING – framlög til menningarstarfs

Óskað er eftir upplýsingum frá Hörgárbyggð um hve framlög sveitarfélagsins séu til menningarmála og hvernig þau skiptast á milli tónlistar, leiklistar, myndlistar, safnastarfsemi og í aðra starfsemi. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Frestað til næsta fundar.

 

10. Náttúruverndaráætlun 2003-2008.

Friðlýsing Krossanesborga

Frestað til næsta fundar.

 

11. Þóknun til skólanefndar

Í bréfi frá Arnarneshreppi kemur fram að hreppsnefnd Arnarneshrepps getur fallist á að skólanefnd fá fundarþóknun sína greidda tvisvar á ári og að skólanefndarformaðurinn fái 3% af þingfararkaupi en aðrir nefndarmenn 1,5%. Hreppsnefnd Arnarneshr. óskar eftir ályktun sveitarstjórnar Hörgárbyggðar og væntir þess að sameiginlegt svar muni berast skólanefnd sem fyrst. Frestað til næsta fundar.

 

12. Gásir – deiliskipulag – bæklingur. Frestað til næsta fundar.

 

13. Fundur um urðunarstað fyrir Eyjafjörð

Á fundi Sorpeyðingar Eyjafjarðar 27. maí 2003 var ákveðið að fara til fundar við fulltrúa Hörgárbyggðar, þau Helgu Erlingsdóttur og Helga Steinsson, vegna svarbréfs dags. 29. apríl við bréfi Sorpeyðingar dags. 8. apríl um urðun sorps á Gásum. En í svari Hörgárbyggðar kom fram að ef einhver urðunarstaður annar fyndist í Hörgárbyggð en Gásir væri hægt að skoða það. Helgi nefndi á fundinum að sér litist best á eyðijörðina Skúta sem næsta valkost í Hörgárbyggð. Niðurstaða fundarins var sú að óska eftir því að Björn Jóhann Björnsson að hann skoði Skúta og Skjaldarvík út frá hugsanlegum rekstri urðunarstaðar. Frestað til næsta fundar.

 

14. Endurgreiðsla VSK

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu upplýsingar um að VSK er endurgreiddur sex ár aftur í tímann vegna götusópunar. Áður hefur komið fram er VSK endurgreiddur sex ár aftur í tímann vegna holræsahreinsunar. Frestað til næsta fundar.

 

15. Deiliskipulag Steðja o.fl.

Ingigerður Ósk Helgadóttir kt. 110262-5519 og Gísli G. Sveinsson kt. 180860-4289 sækja um að fá úthlutað lóð við Skógarhlíð sem er nr. 16. Samþykkt að veita umsækjendum lóðina.

 

16. Tónlistarhátíð í Skjaldarvík

Umsókn um leyfi sveitarfélagsins. Frestað til næsta fundar.

 

17. Leiga á beitarhólfi í Samtúni

Erindi frá Ásgeiri Valdimarssyni þar sem hann óskar eftir áframhaldandi leiguafnotum af beitarhólfi í Mið-Samtúni út þetta kjörtímabil en það verði þó uppsegjanlegt af beggja hálfu með tilheyrandi fyrirvara. Erindið var samþykkt með þeim fyrirvara að leigusamningurinn sé uppsegjanlegur með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Samþykkt samhljóða.

 

18. Samþykkt var að heimila sveitarstjóra að fá yfirdrátt á reikning sveitarfélagsins hjá Sparisjóði Norðlendinga allt að kr. þrjár og hálfa milljón.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 00:55.