Fundargerð - 17. september 2003

Miðvikudaginn 17. september 2003 kl. 20,00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 40. fundar  í Hlíðarbæ.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.

Þrír áheyrnarfulltrúar voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Nefndarseta – skólanefnd – jafnréttisnefnd.

Guðjón Ármannsson fulltrúi Hörgárbyggðar í  skólanefnd hefur sagt sig úr nefndinni og harmar sveitarstjórn Hörgárbyggðar að svo sé, en þakkar honum jafnframt fyrir vel unnin störf. Sigurbjörg óskar eftir að gera eftirfarandi bókun: “Mér þykir slæmt að Guðjón skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Ég hef átt gott samstarf við hann í skólanefnd og vonaði að það samstarf gæti haldið áfram. Ég vil þakka Guðjóni fyrir samstarfið og þá vinnu sem hann hefur lagt af mörkum fyrir sveitarfélagið í þágu skólans”.

Þá var lagt fram bréf frá sveitarstjórn Arnarneshrepps þar sem óskað er eftir að kanna hug sveitarstjórnar Hörgárbyggðar á því að skólanefnd og framkvæmdanefnd skólans verði sett saman í eina nefnd með fimm fulltrúum, þ.e. þrír frá Hörgárbyggð og tveir frá Arnarneshreppi. Erindinu vísað til sveitarstjóra og oddvita í samstarfi við skólastjóra.

Tilnefndir til setu í skólanefnd í stað Guðjóns voru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Kosið var á milli þeirra og hlaut Hanna Rósa 4. atkvæði og telst hún því rétt kjörin í skólanefnd. Gunnar Gunnarsson var síðan kosinn sem annar varamaður.

Herborg Sigfúsdóttir hefur sagt sig úr jafnréttisnefnd og harmar sveitarstjórn að tveir af nefndarmönnum Hörgárbyggðar hafi sagt sig úr nefndum. Guðrún Harðardóttir var síðan skipuð sem aðalmaður í jafnréttisnefnd og til vara Ingibjörg Stella Bjarnadóttir, Helgi Jóhannsson og Ásrún Árnadóttir. Sveitarstjóra falið að kalla saman nefndina sem fyrst.

 

2.  Fundargerð framkvæmdanefndar.

Staðfest með þeirri breytingu að leiguupphæðir á íbúðum séu bundnar neysluvísitölu ágústmánaðar. 

 

3.  Bréf frá Arnarneshreppi – húsaleiga.

Þar kemur fram að þeir leggja til að leiga á mánuði pr. fm. verði kr. 650. Málið verður skoðað.

 

4.  Deiliskipulag á Steðja.

Sveitarstjórn samþykkir áður auglýst deiliskipulag og sveitarstjóra falið að undirrita það.

 

5. Eyþing, aðalfundur – “Vertu til”.

Sigurbjörgu falið að sækja erindið “Vertu til”.

 

6. Ljósastaurar – verðtilboð

Tilboð hefur borist frá Rafeyri ehf.  Ákveðið að ganga að tilboðinu og ákveðið að hafa perurnar gular. Oddvita falið að ræða við þá aðila þar sem langar heimreiðar eru.

 

7.  Samningur um búfjáreftirlit.

Undirritaður samningur um sérfræðiþjónustu milli B.S.E og búfjáreftirlitsnefndar lagður fram.

 

8.  Starfsreglur um viðbótarlán. 

Starfsreglurnar voru samþykktar samhljóða.

 

9.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Fundargerðir 60. og 61.fundar lagðar fram og   fjárhagsáætlun 2004.

Í fjárhagsáætluninni kemur fram að kostnaðarhlutur Hörgárbyggðar í heilbrigðiseftirlitinu er kr. 177.499 framlög fyrirtækja í sveitarfélaginu kr. 338.356, samtals kr. 515.855.

 

10. Fundargerð  fjallskilanefndar, 6. fundur 2003.  Afgreidd án athugasemda. Fundargerð Hafnarsamlags Norðurlands, 86. fundur. Lögð fram til kynningar

 

11. Bílaklúbbur Akureyrar – akstursvæði.

Ef eitthvert svæði undir slíka starfsemi finnst í Hörgárbyggð þá tekur sveitarstjórn jákvætt að athuga erindið.

 

12.  Greiðslustöðvun Útgáfufélags DV.

DV hefur ekki greitt umsaminn laugardagsútburð og er komið í greiðslustöðvun. Ákveðið að það svari ekki kostnaði að verja kröfuna.

 

13. Erindi frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar

Erindi frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar þar sem þeir óska eftir að fá að grafa tilraunaholur í landi Skúta vegna hugmynda þeirra um urðunarstaðar sorps. Málinu frestað.

 

14. Til kynningar:

Útgjaldajöfnunarframlag.

Félagsmálaráðuneytið – bréf varðandi tækifærisvínveitingaleyfi.

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.

Erindisbréf nefnda, lögö fram til kynningar.

 

Sveitarstjórnarfundir verða haldnir í ÞMS í október og eru áætlaðir fimmtudaginn 2. október og miðvikudaginn 15. október

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:30