Fundargerð - 17. mars 2010

Miðvikudaginn 17. mars 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 51. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 10. febrúar 2010

Fundargerðin er í 18 liðum. Liðir 4, 6, 13 og L 17 varða Hörgárbyggð. Þeir tveir fyrstnefndu lúta að kvörtunum vegna bílapartasölu á Berghóli og svínabús í Hraukbæ. Liður 13 fjallar um gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs og skv. lið L 17 er mötuneyti Þelamerkurskóla veitt starfsleyfi.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

2. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 9. mars 2010

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

3. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 11. mars 2010

Fundargerðin er í fjórum liðum. Þar er gert ráð fyrir að skólagjöld á næsta skólaári hækki um 6% frá yfirstandandi skólaári.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

4. Skólaakstur 2010-2011

Lögð fram yfirlýsing frá öllum núverandi verktökum við skólaakstur úr Hörgárbyggð í Þelamerkurskóla um að þeir séu reiðubúnir um eins árs framlengingu á gildandi samningum.

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til samninga við núverandi verktaka við skólaakstur um eins árs framlengingu á gildandi samningum um skólaaksturinn.

 

5. Endurskoðun fjallskilasamþykktar

Bréf, dags. 4. mars 2010, frá Eyþingi um endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Eyjafjörð sem stendur yfir. Með bréfinu fylgdi drög að nýrri fjallskilasamþykkt. Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar 16. mars 2010 þar sem gerðar eru þrjár tillögur að breytingum á drögunum.

Sveitarstjórn samþykkti þær breytingartillögur sem fram koma í fundagerð fjallskilanefndar. Einnig samþykkti sveitarstjórn að í 26. gr. draganna verði Gloppurétt skilgreind sem aukarétt, eins og gert er í 27. gr. gildandi fjallskilasamþykktar.

 

6. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Tekin fyrir að nýju umsókn, dags. 27. janúar 2010, um námsvist í sérdeild Giljaskóla fyrir fatlaðan einstakling úr Hörgárbyggð.

Sveitarstjórn veitti sveitarstjóra og skólastjórnendum umboð til að afgreiða umsóknina á grundvelli þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum.

 

7. Lækjarvellir 1, byggingarfrestur

Lagt fram tölvubréf, dags. 5. mars 2010, frá Eiði Steingrímssyni þar sem spurt er um frest til að hefja byggingarframkvæmdir á lóðinni Lækjarvöllum 1.

Sveitarstjórn samþykkti að veita frest til 1. apríl 2012 til að byggja lóðina.

 

8. Tilfærsla á þjónustu við fatlaða

Bréf, dags. 17. febrúar 2010, frá Akureyrarbæ um kynningarfund og boð um samstarf vegna væntanlegrar tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Sveitarstjóra falið að fara á kynningafundinn, ásamt því að vinna að samkomulagi um samstarf við Akureyrarbæ um málaflokkinn.

 

9. Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026, breyting

Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026. Í tillögunni er gert ráð fyrir að safnað sé saman fjórum atriðum, sem öll hafa áður verið afgreitt til auglýsingar, þ.e. vegna breytinga á legu Hörgárdalsvegar, Blöndulínu 3 og sveitarfélagsmörkum í Kræklingahlíð og vegna breyttrar landnotkunar við Lónsá.

Sveitarstjórn samþykkti að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.

 

10. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting

Bréf, dags. 15. febrúar 2010, frá Akureyrarbæ um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri framsetningu á hvernig gerð er grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis við stofn- og tengibrautir.

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir að sú vegtenging milli Lónsbakka og Akureyrar sem aðalskipulag Hörgárbyggðar gerir ráð fyrir verði sett á aðalskipulag Akureyrarmegin.

Sveitarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framkomna breytingu á aðalskipulagi Akureyrar.

 

11. Deiliskipulag miðbæjar Akureyrar, austurhluta

Bréf, dags. 2. mars 2010, frá Akureyrarbæ um tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.

Til kynningar.

 

12. Gásakaupstaður ses., aðalfundarboð

Bréf, dags. 26. febrúar 2010, frá Gásakaupstað ses. um aðalfund stofnunarinnar sem haldin var 15. mars 2010. Sveitarstjóra hafði verið falið að fara með umboð Hörgárbyggðar á fundinn.

 

13. Lánasjóður sveitarfélaga ohf., aðalfundarboð

Bréf, dags. 10. mars 2010, frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um aðalfund félagsins sem haldinn verður 26. mars 2010.

 

14. Alþingi, umsögn um lagafrumvörp

Tölvubréf, dags. 10. mars 2010, frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögnum um þrjú ný lagafrumvörp: (1) frumvarp til skipulagslaga, (2) frumvarp til laga um mannvirki og (3) frumvarp til laga um brunavarnir.

Lögð fram minnisblöð um tvö fyrrnefndu frumvörpin þar sem rakin eru helstu nýmæli þeirra, eins og þeim er lýst í athugasemdum við frumvörpin.

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að veita formlega umsögn um lagafrumvörpin í ljósi þess að þau hafa verið unnin í nánu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga.

 

15. Heimafóðurverkefnið, styrkbeiðni

Bréf, dags. 14. mars 2010, frá Félagi áhugafólks um Heimafóðurverkefnið þar sem óskað er eftir framlagi til verkefnisins.

Erindinu hafnað.

 

16. Tækifæri hf., aðalfundarboð

Bréf, dags. 15. mars 2010, frá Tækifæri hf. þar sem boðað er til aðalfundar 30. mars 2010.

 

17. Flokkun Eyjafjörður ehf., hluthafafundarboð

Gerð var grein fyrir fyrirhuguðum hluthafafundi hjá Flokkun Eyjafjörður ehf. 25. mars 2010.

Sveitarstjóra falið að fara með umboð Hörgárbyggðar á fundinum.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:30.