Fundargerð - 17. mars 2004

Miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 50. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Tveir áheyrnarfulltrúar voru mættir

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og byrjaði á að óska Guðnýju Fjólu til hamingju með fertugsafmælið. Oddviti óskaði eftir að bæta við fjórum atriðum þ.e. fundargerð bygginganefndar dags. 16. mars, leigusamningar, bréf frá vegagerðinni vegna framtíðar brúar á Hörgá og bréf frá Oddi Gunnarssyni v/fjósbyggingar.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir og tengt efni:

a. Fundargerð bygginganefndar frá 17. febrúar og 16. mars 2004.

Fundargerð frá 17. febrúar þar kemur fram að Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir að gera breytingar, til samræmis við framlagðar teikningar á dvalarheimili fyrir aldraða í Skjaldarvík og Hlíðarskóla. Í fundargerð 16. mars kemur fram umsókn um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið á Tréstöðum. Bygginganefnd hefur samþykkt breytingar á Hlíðarskóla og samþykkt fyrir sitt leyti viðbyggingu á Tréstöðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fundargerðir bygginganefndar.

b. Fundargerð framkvæmdanefndar dags. 24. febrúar og fundargerðir Íþróttamiðstöðvar dags. 24. febrúar og 2. mars.  2004. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hafnar því fyrir sitt leyti að leigja út Þelamerkurskóla og nágrenni hans fyrir ættarmót. Tekið jákvætt í að skólahópar geti fengið inni í skólanum í fylgd ábyrgðarmanna.

Drög að samstarfssamningi milli Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar um Íþróttamiðstöðina, starfslýsing forstöðumanns og starfslýsing fyrir aðra starfsmenn.

Samþykkt að viðhald mannvirkja Íþróttamiðstöðvarinnar og rekstur skiptist í sömu hlutföllum og eignarhlutur sveitarfélaganna.

V/starfslýsingar forstöðumanns undir lið 1 "Ráðning" komi til viðbótar "snyrtimennska og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika". Undir lið 3 "Verkefni" "Ber ábygrgð á að nánasta umhverfi sé ætíð snyrtilegt og aðlaðandi utan dyra sem innan". Undir lið 3.6 "Starfsskýrslur" komi að "starfsskýrslum skal koma til bókhaldara fyrsta virkan dag eftir 15. hvers mánaðar" þar sem eftirvinnutímabilið sem greitt er út er frá 16. fyrra mánaðar til og með 15. mánaðar þess mánaðar sem greitt er fyrir. Undir lið 3.8 "Öryggismál" komi "Forstöðumaður skal útbúa neyðaráætlun sem fylgja skal ef hægt er þegar/ef um slys eða önnur óhöpp er að ræða". Búa til lið 4.4 og þar kæmi fram að íþróttamannvirkin á Þelamörk sé áfengis- og vímuefnalaust starfssvæði.

Í starfslýsingu starfsmanna undur lið 2 "Hlutverk og starfslýsing" komi í enda 1. mgr. "ásamt öðrum þeim störfum sem varða íþróttamannvirkin sem forstöðumaður kann að fela honum". Undir lið 3 "Annað" komi í enda 1. mgr. "og sýna frumkvæði og hafi metnað að ná árangri í starfi" einnig að starfsmaður skal halda trúnað við gesti og er "starfsmaður ávallt bundinn þagnarskyldu um starfið sem helst þótt hann láti af starfi sínu". Drög að formi ráðningarsamnings forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Þelamerkurskóla lögð fram til skoðunar.

c. Heilbrigðiseftirlit, fundargerð, 67. fundur, 8. mars og fl. ásamt yfirliti á uppgjöri vegna 2003. Framlag Hörgárbyggðar 2003 er skv. því kr. 531.049. Lagt fram til kynningar.

d. Fundargerð leikskólanefndar 17. febr.

Málefni leikskólans voru rædd og fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

2. Þriggja ára áætlun.

Áætlunin var samþykkt samhljóða og var sveitarstjóra og oddvita falið að undirrita áætlunina og senda félagsmálaráðuneytinu.

 

3. Tillaga um greiðslur vegna öldrunarþjónustu á Akureyri frá sameiginlegum fundi sv.stj. sbr. punkta frá fundi 3.mars s.l. Sveitarstjóra heimilað að samþykkja greiðslur til öldrunarþjónustu á sömu nótum og önnur sveitarfélög er ásátt um.

 

4. Samningur við Kötlu ehf. um byggingar átta einbýlishúsa austan við Skógarhlíð.

Drög að samningi lágu fyrir fundinum. Sveitarstjóra falið að samþykkja samninginn fyrir hönd Hörgárbyggðar.

 

5. Tekið var fyrir erindi frá stýrihóp fjögurra sveitarfélaga um athugun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð.  Erindið er ódagsett.

Eftirfarandi var bókað:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tók fyrir á fundi sínum miðvikudagskvöldið 17. mars 2004 erindi frá “stýrihóp um athugun á áhrifum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð”. 

Í stýrihópunum eru fulltrúar frá Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Ólafsfjarðarbæ og Siglufjarðarkaupstað.

Á fundi sínum þann 17. febrúar s.l. tók sveitarstjórn Hörgárbyggðar fyrir bréf Eyþings um eflingu sveitarstjórnarstigsins ásamt erindi nefndar um sameiningu sveitarfélaga. Þar leggur sveitarstjórn áherslu á að Eyþing ásamt sameiningarnefndinni hafi forgöngu um þá umræðu og vinnu sem þarf að fara fram á svæðinu um sameiningu sveitarfélaga og verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga,  áður en  afstaða til sameiningar verður tekin. Leggur sveitarstjórn áherslu á að Eyþing verði leiðandi afl í þeirri vinnu sem er framundan í þessum málum.

 

6. Grunnskólinn. 

a. Erindi frá Arnarneshreppi varðandi skólanefnd/framkvæmdanefnd, áður sent. Meirihluti sveitarstjórnar Hörgárbyggðar hafnar erindi sveitarstjórnar Arnarneshrepps frá 12. september 2003 um að sameina framkvæmdanefnd skólans og skólanefnd. Sigurbjörg skólanefndarformaður óskar eftir að bókað sé að hún hefði viljað sjá að þessar nefndir væru sameinaðar.

b. Greinargerð oddvita vegna húsaleigumála.

Oddviti lagði fram greinargerð um leigumál kennara eins og óskað var eftir á síðasta sveitarstjórnarfundi þann 18.febrúar 2004. 

 

7. Gjaldskrá vegna lóða.

Endurskoðuð gjaldskrá vegna gatnagerðargjalda var lögð fram þ.e. eftirfarandi verð miðast við pr. íbúð:    

Einbýlishús                                 1.350.200                                             

Parhús, tvíbýli, raðhús á einni hæð     900.000

Raðhús á 2 h., fjölb.hús m. 3 íbúðum 675.100

Fjölb.hús 2. h. m/4 íb. eða fl.            450.000

Aukabílastæði                                     12.000

Sólstofur, garðh., bílg., viðb. að 20fm  30.000

Viðb. 20-100 fm                                 40.000

Staðf.gjald v/lóðaúthlutunar                30.000

Hver endurskoðun aðaluppdr.                7.000

Endurnýjun leyfis, án breyt.                   5.000

Fyrir grenndarkynningu                       33.000

Fyrir breytingu á lóðars.                      20.500

Gjaldskráin var samþykkt samhljóða.

 

8.  Hunda- og kattahald, úr reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002, XV kafli.

Lögð fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna að reglum um hunda og kattahald í anda umræðnanna á fundinum.

 

9. Lóðarleigusamningar um lóð í Garðshorns í Kræklingahlíð umhverfis íbúðarhúss Gunnars Ólafssonar og  lóðarsamningur vegna íbúðarhúss Viðars og Elínrósar í Brakanda lagðir fram. Erindi frá Arnsteini Stefánssyni um að lóðin í kring um gamla húsið í Stóra- Dunhaga verði tekin úr landbúnaðarnotum. Erindin öll samþykkt.

 

10. Frumvarp til laga um vatnsveitur.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Frá héraðsnefnd, fundur í veganefnd, ráðstöfun á safnvegafé.

Veganefnd hefur ákveðið að halda fund í veganefnd 30. mars 2004. Óska þeir eftir rökstuddum skriflegum tillögum um viðhald og nýframkvæmdir í

Hörgárbyggð fyrir þann tíma. Ármanni falið málið.

 

12. Til kynningar:

a. Gjaldskrár leikskóla, upplýsingar frá hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hörgárbyggð selur 8 tíma vistun barns án fæðis á sama verði og Akureyrarbær þ.e.  kr. 22.216. Reykjavík kr. 27.900. Garðabær kr. 26.172. Hafnarfjörður kr. 21.672. Sandgerð kr. 16.800. Hvalfjarðarstrandarhreppur kr. 14.860 en flest sveitarfélög eru á bilinu 18.000 – 22.000.

b. Samanburður á skólakostnaði.

Skýrsla frá skólastjóra Húnavallaskóla. Kennslukostnaður á hvern nemanda í Þelamerkurskóla pr. mán. er kr. 96.400. Varmalandsskóli er með kr. 129.500 á nemanda. Húnavallaskóli kr 110.652. Húnaþing vestra kr. 191.592. Grunnskólinn á Þórshöfn kr. 55.995. En þeir skólar sem eru dýrastir hafa líka hæsta kennslukvótann.

c. SUNN, umsögn um náttúruverndaráætlun.

Lagt fram til kynningar.

d. Bréf frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Léttis þar sem hún óskar eftir að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að núverandi brú yfir Hörgá verði látin standa eftir að nýja brúnin verður byggð svo hún geti þjónað hér eftir sem reið- og göngubrú. Sveitarstjórn tekjur jákvætt í erindið.

e. Erindi frá Oddi Gunnarssyni þar sem hann óskar eftir að fá samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingareit samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti vegna viðbyggingar við fjós. Erindi var samþykkt samhljóða.

 

13. Trúnaðarmál.

  

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:25