Fundargerð - 17. maí 2017

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

80. fundur

 

Fundargerð

 

Miðvikudaginn 17. maí 2017 kl.12:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1.        Ársreikingur Hörgársveitar 2016, síðari umræða.

Fyrir fundinum lá undirritaður ársreikningur Hörgársveitar 2016. Fyrri umræða um ársreikning sveitarsjóðs fyrir árið 2016 fór fram 28. apríl 2017. Þá var hann afgreiddur til síðari umræðu.

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2016.

2.        Fundargerð fræðslunefndar frá 3. maí 2017.

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, skóladagatöl og starfsáætlanir Álfasteins og Þelamerkurskóla 2017-2018.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatöl og starfsætlanir Álfasteins og Þelamerkur-skóla 2017-2018.

b) Í 3.lið,áætlun um skólastarfið í Þelamerkurskóla 2017-2018, nemendafjöldi og mönnun.

Sveitarstjórn samþykkti að námshópar í Þelamerkurskóla á næsta skólaári verði fimm en beinir því til skólastjórnenda að aðlaga starfsmannahald og annan rekstur að fækkun nemenda eins og kostur er og samþykkti að kennsluskylda stjórnenda skuli taka mið af kjarasamningum.

c) Í 5.lið, sveitarstjórn óskar Þelamerkurskóla og foreldrum til hamingju með foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017.

3.        Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 26. apríl 2017

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en fjögur mál varða Hörgársveit.

4.        Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 18. apríl 2017

Fundargerðin lögð fram ásamt fjárhagsáætlun nefndarinnar 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að senda inn athugsemd við matsáætlun Kerfisáætlunar Landsnets í samræmi minnisblað sem lagt var fram á fundinum

5.        Stjórnarfundur ALMEY fundargerð frá 22. mars 2017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.        Skógrækt - Engimýri

Erindi frá Skógræktinni þar sem tilkynnt er um skógrækt að Engimýri.  Jafnframt er óskað afstöðu til þess hvort krafist er framkvæmdaleyfis.

Skv. gildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er svæðið sem tilgreint er í erindi Skógræktarinnar innan vatnsverndarsvæðis Norðurorku. Í kafla 4.2.2 í umhverfisskýrslu aðalskipulags segir „Allar framkvæmdir á þeim svæðum þurfa frekari fyrirmæli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra til þess að tryggja öryggi vatnsverndarsvæða“. Í svari HNE til Hörgársveitar þann 2017-05-16 kemur fram að framkvæmdin sé tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda nr. 106/2000 viðauka 1 - 1.06, og Skipulagsstofnun muni meta hvort framkvæmdin sé matsskyld.

Í svari Minjastofnunar þann 2017-05-16 við fyrirspurn Hörgársveitar kemur fram að stofnunin vilji fá erindi Skógræktarinnar til umsagnar í samræmi við 7. grein reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Í gildandi aðalskipulagi Hörgársveitar segir í kafla 3.3.9 „Jarðeigendur verði hvattir til að taka þátt í Norðurlandsskógum. Eingöngu verði horft til svæða, sem skilgreinast ekki sem verðmætt landbúnaðarland“. Í erindi Skógræktarinnar kemur fram að hluti fyrirhugaðs skógræktarsvæðis sé á túnum og kunni það að stangast á við ákvæði í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti í ljósi fyrrgreindra málsatvika að beina því til framkvæmdar-aðila að hann sæki formlega um framkvæmdaleyfi fyrir áformum um skógrækt á 116,7 ha lands í landi Engimýri I.

7.        Hraun í Öxnadal ehf. aðalfundarboð

Lagt fram fundarboð þar sem aðalfundur félagsins er boðaður 24. maí 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

8.        Landskerfi bókasafna aðalfundarboð

Lagt fram fundarboð aðalfundar sem verður 24. maí 2017.

9.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, nýtt rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar að Varpholti, Ytri-Skjaldarvík.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leiti við að rekstrarleyfið verði veitt.

10.        Vinnuskóli 2017 

Fyrir fundinum lá minnisblað með upplýsingum um fjölda í vinnuskólanum og fyrirhugað fyrirkomulag hans.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2017 verði 790 kr./klst. fyrir börn fædd 2003, 900 kr./klst. fyrir börn fædd 2002 og 1.150 kr./klst. fyrir börn fædd 2001. Orlof er innifalið.

11.        Hagaganga, leyfisveitingar

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um hagagönguleyfi 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

12.        Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2017.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017, sem hefur auðkennið 01/2017, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 17.081 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 21.804 þús. kr.

13.        Greið leið ehf aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð þar sem aðalfundur félagsins er boðaður 29. maí 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

14.        Hafnasamlag Norðurlands aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð þar sem aðalfundur félagsins er boðaður 17. maí 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

 

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 14:00