Fundargerð - 15. nóvember 2007

Fimmtudaginn 15. nóvember 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 16:50.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Bréf forstöðumanns

Lagt fram bréf frá forstöðumanni, dags. 23. okt. 2007, þar sem óskað er eftir launalausu leyfi í október og nóvember 2007, þó þannig að vissum störfum verði sinnt á þeim tíma. Óskin kemur fram vegna veikinda sonar forstöðumannsins.

Stjórnin samþykkti að verða við framangreindri ósk.

 

2. Undirbúningur endurbóta

Lögð fram lýsing á endurbótum á lagnakerfi sundlaugar o.fl., sbr. ákvörðun fundar stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar 26. apríl 2007.

Þá var lögð fram lausleg áætlun um kostnað við hönnun endurbótanna frá Verkfræðistofu Norðurlands. Einnig hefur verið rætt við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um málið.

endurbótum sem um hefur verið talað, þ.e. við lagnakerfi, gufubaðs og potta. Þá var þeim falið að afla tilboða í hönnun endurbótanna.

Að loknum umræðum samþykkti stjórnin að fela forstöðumanni að semja við Verkfræðistofu Norðurlands um að hefja vinnu við hönnun þeirra endurbóta sem gert er grein fyrir í framangreindri lýsingu.

 

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2007 fyrir Íþróttamiðstöðina. Með breytingum sem gerðar voru á drögunum á fundinum er gert ráð fyrir að rekstrarframlög sveitarfélaganna á árinu verði 7.116 þús. kr.

Samþykkt var að hluti af ónotuðu áður samþykktu framkvæmdaframlagi verði notaður fyrir hönnun endurbóta sbr. lið 2 í þessari fundargerð.

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2008 fyrir Íþróttamiðstöðina. Skv. drögunum er gert ráð fyrir að rekstrarframlög sveitarfélaganna verði alls 3.379 þús. kr. á árinu. Að loknum umræðum samþykkti stjórnin framlögð drög að fjárhagsáætlun ársins 2008. Jafnframt samþykkti stjórnin að leggja til við sveitarstjórnirnar að veittar verði 45 milljónir til endurbóta í Íþróttamiðstöðinni á árinu 2008, sbr. lið 2 í þessari fundargerð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.