Fundargerð - 15. mars 2006

Miðvikudaginn 15. mars 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 80. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.   Fundargerðir.

a.  Fundargerð vinnufundar sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 6. mars 2006. Fundargerðin var borin upp með breytingu á 1. lið um afslætti af fasteignaskatti að inn í 8. gr. komi inn að bændur geti sótt um 50% afslátt af ónýttum og/eða lítið nýttum útihúsum. Fundargerðin að öðru leyti afgreidd án athugasemda.

 

2.   Deiliskipulag að Gásum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomið deiliskipulag en ákvað að deiliskipulagið verði sent til Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar til umsagnar áður en það verði auglýst.

 

3.   Mastur fyrir OG-vodafone á Engimýri.

Erindi frá Og vodafone um leyfi til að setja upp mastur á Engimýri fyrir GSM.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugsemd við það að OG-vodafone setji upp mastrið og fellst því einnig á að taka tilgreint land úr landbúnaðarnotkun.

 

4.  Önnur skipulagsmál.

Upplýst var að starfsmenn Landmótunar komu norður, miðvikudaginn 8. mars og fór vítt og breytt um sveitarfélagið með sveitarstjóra og síðan oddvita og hélt að lokum fund með skipulagsnefnd og Ævari Ármannssyni. Upplýst var að aðalskipulagið sé að fara á fullt núna eftir smá hlé. Einnig var lagt fyrir Landmótun að koma með sem fyrst samanburð á því hvaða tiltekin lönd /lóðir væru heppilegust til íbúðabyggðar og/eða fyrir atvinnusvæði með tilliti til staðsetningar, landnýtingar og fl. þátta.

 

5.  Styrkbeiðnir.

Kvennasamband Eyjafjarðar óskareftir styrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður á Akureyri 23. – 25. júní nk. Samþykkt var að veita styrk að fjárhæð kr. 40.000. 

Erindi frá UMSE um að fá Þelamerkurskóla endurgjaldslaust vegna ársþings UMSE og er einnig óskað eftir að rekstraraðilar ÞMS bjóði kaffiveitingar. Erindið var samþykkt samhljóða.

 

6.   Borist hafa 4 bréf frá Arnarneshreppi öll dagsett 13. mars 2006. 

Í fyrsta lagi vegna stöðu húsvarðar við ÞMS.  Hreppsnefnd Annarneshrepps leggur til að starfið verði gert að 100% stöðu og sóst verði eftir iðnaðarmanni sem gæti sinnt minniháttar viðgerðum, gert tillögur að viðhaldi fasteigna og haft með höndum eftirlit með framkvæmdum.  Jafnfram er tekið fram að hreppsnefnd þyki æskilegt að húsvörður búi á staðnum.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur nú þegar ályktað á fundi sínum 22. febrúar 2006 að lagt verði til að starf húsvarðar verði 100% starf. Einnig þyki æskilegt að um sé að ræða iðnmenntaðan aðila í starfið og að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. Samþykkt var að fela framkvæmdanefnd að endurskoða starfslýsingu og að auglýsa starfið í samráði við skólastjórnendur.

Í öðru lagi kemur fram að hreppsnefnd Arnarneshrepps er samþykk því að bjóða, ásamt Hörgárbyggð, húsnæði í ÞMS og kaffiveitingar á ársþingi UMSE endurgjaldslaust.

Í þriðja lagi vegna fasteignagjalda í ÞMS:  „Hreppsnefnd Arnarneshrepps fjallaði á fundi sínum þann 8. mars sl. um álögð fasteignagjöld vegna Þelamerkurskóla.  Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins er um að ræða bókhaldslega færslu sem sýni að fasteignagjöld hafi verið lögð á en ekki um eiginlega greiðslu að ræða.  Þess vegna fer hreppsnefnd Arnarneshrepps fram á að fasteignagjöldin verði felld niður eða endurgreidd, enda sé álagning fasteignagjalda af þessu skólahúsnæði ekki tilgangur hinna nýju laga um fasteignagjöld“. 

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur ekki sömu túlkun og hreppsnefnd Arnarneshrepps um álagningu fasteignagjalda á skólahúsnæði og er sveitarstjóra falið að skoða málið nánar og leggja fyrir næsta fund.

Í fjórða lagi vegna beiðni um samstarf um leikskóla í Þelamerkurskóla. Hreppsnefnd Arnarneshrepps óskar eftir formlegri umræðu við sveitarstjórn Hörgárbyggðar um samstarf um rekstur leikskóla í Þelamerkurskóla.  Hreppsnefnd Arnarneshrepps telur að rekstur leikskóla í húsnæði Þelamerkurskóla mjög vænlegan kost sem falli vel að fyrirhugaðri skólastefnu grunnskólans og framtíðaráherslum í grunnskólamálum hérlendis.  Jafnframt séu samlegðaráhrif þessara tveggja skólastiga mikil, bæði rekstrarlega og félagslega.  Má þar t.d. nefna mötuneyti, bókasafn, tölvuver, tónlistarherbergi, smíðastofu, hannyrðastofu, íþrótta- og sundaðstöðu og jafnvel skólaakstur að einhverju leyti.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur tekið ákvörðun um að byggja við leikskólann á Álfasteini og sér því ekki fært að taka þátt í uppbygginu annars leikskóla í sveitarfélaginu. Þegar stækkun leikskólans er lokið haustið 2006 má reikna með að sá leikskóli geti tekið við fleiri börnum en þörf er fyrir að sinni í Hörgárbyggð og megi því ætla að Arnarneshreppur geti þá komið sínum börnum aftur inn í leikskólann á Álfasteini, óski þeir þess. Aftur á móti hefur sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkt að hreppsnefnd Arnarneshrepps geti byggt upp leikskóla í ÞMS á kostnað Arnarneshrepps og jafnvel kemur til álita að Hörgárbyggð vildi nýta sér þar pláss ef það þætti hagkvæmt vegna búsetu barna, t.d. fram í dölunum.

 

7.   Önnur bréf.

a)  Landgræðslan,

Vegna verkefnisins bændur græða landið vill Landgræðslan vekja athygli sveitarfélaga á þessu merka verkefni og hvetja þau til að skoða, hvort þau geti ekki stutt á einhvern hátt við bakið á sínum bændum í þessum þýðingarmiklu verkefnum. Lagt fram til kynningar

b)   Umhverfisstofnun,

Upplýsingar er varða eftirlit á leiksvæðum s.s. á skólalóðum, gæsluvöllum og opnum leiksvæðum, í ljósi auglýsinga BSI á Íslandi varðandi skoðun leiksvæða, en UST telur að texti í auglýsingunni sé misvísandi og gerir við það athugasemdir. Lagt fram til kynningar.

c)  ÍSÍ.

Þar er óskað eftir að þau sveitarfélög sem starfrækja íþróttastarf fyrir eldri borgara sendi inn upplýsingar til að birta á heimasíðu ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

d)    Fasteignamat,

Í bréfi Fasteignamats ríkisins dags. 8. mars 2006 kemur fram að gerðar hafa verið breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem m.a. er kveðið á að Landskrá fasteigna mun framvegis hafa áhrif á skattstofna innan ársins. Þannig er lagður fasteignaskattur á nýjar lóðir og ný mannvirki um næstu mánaðarmót eftir skráningu þeirra í Landskrá fasteigna. Breytingin gildir frá og með 1. janúar 2006. Lagt fram til kynningar.

e)  SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Nefnd SASS um orkufrekan iðnað hefur sent út kynningarrit þar sem Þorlákshöfn er kynnt sem valkostur fyrir orkufrekan iðnað á Suðurlandi. Lagt fram til kynningar.

 

8.   Öldrunarmál – möguleikar nágrannasveitarfélaga Akureyrar.

Um daginn var fundur minni sv.fél. með Karli Guðmundssyni hjá Félagssviði Akureyrarbæjar. Þar var farið yfir gildandi samninga um öldrunarmálin þar sem meðal annars er ákvæði um að semja síðar um aðgangsréttinn að viðbyggingunni í Hlíð  Rifjaðar voru upp tölur um núverandi greiðslur.  Fram kom að viðbyggingin í Hlíð væri á áætlun og að hún yrði tekin í notkun í haust.  Einnig var upplýst um að þau 60 rými sem kæmu með viðbyggingunni væru ekki viðbótarrými heldur bætt aðstaða þeirra sem fyrir eru á þann hátt að á móti yrðu lélegri rými tekin úr notkun.  Nefndir voru möguleikar fyrir nágrannasveitarfélögin:

a)  Greiða fasta prósentu af fasteignamati eins og núgildandi samningar kveða á um.  Bent var á að fasteignamat viðbyggingarinnar yrði líklega ekki undir 7-800 m.kr. sem er meira en fasteignamat allra núverandi bygginga.  Núverandi samningsprósenta  er 10% af fasteignamati.

b) Greiða sinn hlut í stofnkostnaði og samið yrði svo að aðgangsprósentu  að viðbyggingunni.  Sú prósenta  gæti verið lægri amk. til að byrja með vegna framlagsins til stofnkostnaðarins? Samið var við ríkið um 30% af stofnkostnaði viðbyggingarinnar sem þýðir ca 230-250 m.kr. hlutur sveitarfélaganna.  Miðað við ca. 12% hlutdeild ykkar sameiginlega væru það um 30 m.kr. Hef fyrirvara um endanlegan byggingakostnað.

c)  Taka fullan þátt í stofnkostnaði og rekstri þ.m.t. hallanum á rekstrinum.  Hallinn er mismunandi milli ára og jafnvel hafa sést jákvæð ár. 

Sveitarstjóra falið að halda áfram að vinna í þessum málum í samstarfi við hin sveitarfélögin.

 

9.  Gistinga- og veitingaleyfi í Pétursborg.

Frá sýslumanni hefur borist til umsagnar, skv. 3. gr. laga nr. 67/1985 og 1. mgr. 4. gr. reglug. Nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði, umsókn Andrea R. Keel um að reka gistiheimili að Pétursborg í Hörgárbyggð. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Andrea fái umbeðið leyfi og er sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

 

10.  Framkvæmdir.

Leikskólabyggingamálin voru rædd og var Helgu og Guðnýju falið að hitta Þröst og fara betur yfir hönnun byggingar.

 

11.  Launamál.

Tekið fyrir bréf frá Hreppsnefnd Arnarneshrepps um að hún telur að leið 3( í fundargerð framkvæmdanefndar frá 16. febrúar 2006) sé sanngjörnust og leggur til að hún verði farin þ.e. að teknar verði inn hækkanir frá tillögum launanefndar sveitarfélaganna og jafnframt haldi starfsfólk þeim aukaflokkum sem búið var áður að samþykkja.

Búið var að bóka á fundi 22. febrúar 2006 í sveitarstjórn Hörgárbyggðar að vænlegasta leiðin væri leið 2 þ.e. taka inn hækkanir og sleppa aukagreiðslum. Í fundargerð framkvæmdanefndar frá 16. febrúar 2006 kemur fram að “Framkvæmdanefnd leggur til að leið 2 verði farin þar sem það er með samþykki frá Stéttarfélaginu”.  Meirihluti Sveitarstjórnar Hörgárbyggðar stendur við fyrri bókun að fara leið 2, þar sem tilgangur hækkana í tillögum Launanefndar var sá að losna við ýmsar aukagreiðslur og gera launin sýnilegri.

Laun starfsmanns á skrifstofu voru rædd og var ákveðið að hann kæmi á næsta fund og ræddi málin.

 

12.  Ýmis mál.

Auglýsing um útboð skólaaksturs var tekin til umræðu og var ákveðið að auglýsa skólaaksturinn í næstu viku. Stemmt er að því að opna tilboðin í lok apríl.  Sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita falið að ganga frá auglýsingunni og útboðsgögnum í samræmi við umræðurnar á fundinum.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00.00