Fundargerð - 15. maí 2013

Miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Benediktsson.

Fundarritari: Hjalti Jóhannesson.

 

Þetta gerðist:

 

1. Ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2012, síðari umræða

Tekinn var til afgreiðslu og undirritunar ársreikningur 2012.

Sveitarstjórn samþykkti og undirritaði ársreikninginn.

 

2. Fjárhagsáætlun 2013, viðauki

Í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var lagður fram viðauki 1 við fjáhagsáætlun 2013 vegna nokkurra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Sveitarstjórn samþykkti viðaukann eins og hann lá fyrir þar sem gert er ráð fyrir að kostnaðarauka og tekjumissi verði mætt með lækkun á handbæru fé.

 

3. Norðurorka, arðgreiðsla

Á aðalfundi Norðurorku sem haldinn var 22. mars s.l. var ákveðið að greiða hluthöfum 15% arð. Að frádregnum fjármagntekjum eru arðgreiðslur til Hörgársveitar kr. 808.882.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Vinnuskóli, laun sumarið 2013

Rædd laun vinnuskólabarna sumarið 2013 og lagt fram minnisblað frá Hjalta Jóhannessyni.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla verði sem hér segir sumarið 2013: Fyrir börn fædd árið 1999 486 kr./klst., fyrir börn fædd árið 1998 538 kr./klst. og fyrir börn fædd árið 1997 673 kr./klst. Orlof er innifalið.

 

5. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 8. maí 2013

Fundargerðin er í 6 liðum og eru 3 tillögur til sveitarstjórnar, þ.e. um frummatsskýrslu vegna Bjarga II, grjótvarnar á Norðurlandsvegi í Öxnadal og afmörkun lóðar við Friðrikshús á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að gera ekki athugasemdir við frummatsskýrslu vegna efnistöku í landi Bjarga II, að framkvæmdaleyfi til að ljúka grjótvörn Norðurlandsvegar sé enn í gildi og að afmörkun lóðar Friðrikshúss verði tekin til efnislegrar meðferðar í aðal- og deiliskipulagsgerð. Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar.

 

6. Lón, Sláturhús B. Jensen, fráveitumál

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 26. apríl 2013 um fráveitumál sláturhúss B. Jensen þar sem fram kemur að heilbrigðisnefnd samþykkti á fundi sínum 24. apríl tillögu Verkís að fráveitu og hreinsun á fráveituvatni enda verði sýnt fram á að markmiðum þeim sem sett eru fram í umsókn og fylgigögnum verði náð innan 6 mánaða frá verklokum.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Þjóðlendur, fundur 16. maí

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað er til fundar um þjóðlendumál 16. maí 2013 í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Einnig lögð fram reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna og starfsreglur um starfsemi samstarfsnefndar um málefni þjóðlendna.

Lagt fram til kynningar, sveitarstjóri mun mæta fyrir hönd Hörgársveitar.

 

8. Eyþing, fundagerðir 238 - 241

Lagðar fram til kynningar.

 

9. Skólahreysti – umsókn um styrk

Lagt fram bréf frá Andrési Guðmundssyni o.fl. f.h. Skólahreysti þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi.

Sveitarstjórn samþykkir að veita verkefninu 25.000 kr. styrk.

 

10. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, fundargerð 24. apríl og bréf 2. maí

Með fundargerðinni fylgdi bréf dags. 2. maí 2013 þar sem vakin var athygli á 4. lið fundargerðarinnar um förgun á sóttmenguðum landbúnaðarúrgangi, áhættuflokkun og úrræði.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Hagaganga, leyfisveitingar

Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna E. Guðleifssyni dags. 2. maí 2013 f.h. vinnuhóps um skipulag hagagöngu. Gerðar eru tillögur um vinnureglur sveitarstjórnar Hörgársveitar um framkvæmd á 1. málsgrein 7. gr. fjallskilasam­þykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð.

Sveitarstjórn samþykkti vinnureglurnar og að þær verði auglýstar í fréttabréfi Hörgársveitar en miðað við að umsóknarfrestur um beitarafnot árið 2013 verði 31. maí en 15. maí framvegis.

 

12. Umsóknir um hagagöngu sumarið 2013

Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um hagagöngu sumarið 2013: Tölvupóstur dags. 7. maí þar sem ábúendur á Ósi; Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hjörvar Kristjánsson sækja um að fá að sleppa 12 kindum með lömbum á Þorvaldsdal sumarið 2013. Bréf frá Þórði Sigurjónssyni o.fl. dags. 8. maí 2013 um hagagöngu um 100 ær með lömbum og geldar. Bréf frá Helga Steinssyni, dags. 8. maí 2013 um hagagöngu á afrétti og heimalöndum sínum á Syðri Bægisá og Neðstalandi um 400 ær með lömbum frá öðrum aðilum og auk þess um 165 eigin ær með lömbum.

Sveitarstjórn samþykkti umsóknirnar með fyrirvara um mat Landgræðslu ríkisins á beitarþoli landsins.

Helgi Bjarni Steinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

13. Niðurstaða útboðs á söfnunarferðum úrgangsefna á árinu 2013

Lagt fram minnisblað frá Hjalta Jóhannessyni og Jóni Þór Brynjarssyni um niður­stöðu útboðsins. Tilboð bárust frá Furu ehf. og Þórði Þórðarsyni. Fura ehf: úrgangstimbur 750 kr. pr. km og 50 kr. pr. kg, brotamálmar 750 kr. pr. km og 10 kr. pr. kg. og úr sér gengnir hjólbarðar 750 kr. pr. km og 10 kr. pr. kg. Þórður Þórðarson ehf: úrgangstimbur 376 kr. pr. km og 10,7 kr. pr. kg, brotamálmar 376 kr. pr. km og 9,8 kr. pr. kg og úr sér gengnir hjólbarðar 376 kr. pr. km og 9,7 kr. pr. kg. Frávikstilboð barst frá Furu ehf: Úrgangstimbur: 17.500 kr. fyrir hvert býli sem óskað hefur eftir að úrgangsefni verði sótt, fyrir hvert heimili í þéttbýli sem óskar eftir að úrgangsefni verði sótt greiðist 5.000 kr. Brotamálmar: 9.400 kr. fyrir hvert býli sem óskað hefur eftir að úrgangsefni verði sótt, fyrir hvert heimili í þéttbýli sem óskar eftir að úrgangsefni verði sótt greiðist 2.500 kr. (safnað í sömu ferð og hjólbörðum). Úr sér gengnir hjólbarðar: 9.400 kr. fyrir hvert býli sem óskað hefur eftir að úrgangsefni verði sótt, fyrir hvert heimili í þéttbýli sem óskar eftir að úrgangsefni verði sótt greiðist 2.500 kr. (safnað í sömu ferð og brotamálmum).

Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði Þórðar Þórðarsonar um söfnun úrgangstimburs en hafnar öðrum.

 

14. Stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings

Lagt fram bréf frá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, dags. 29. apríl 2013 ásamt drögum að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings sem unnin er sem hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 2020. Óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 6. september næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til menningarmálanefndar.

 

15. Viðmiðunartaxtar ríkisins vegna minkaveiða 2012-2013

Lögð fram auglýsing frá Umhverfisstofnun dags. 8. maí 2013 um viðmiðunartaxta vegna minka- og refaveiða.

Lagt fram til kynningar.

 

16. Málefni Jónasarlundar

Lagt fram bréf frá Þorsteini Rútssyni, f.h. stjórnar Jónasarlundar dags. 10. maí 2013 þar sem hann gerir grein fyrir ýmsu er varðar málefni lundarins og kynnti reglur sem stjórn lundarins samþykkti á stjórnarfundi 29. apríl 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að vinnuskólinn komi að hreinsunarstarfi í lundinum og sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um lausn sorpmála við áningarstaðinn í lundinum.

 

17. Hraun í Öxnadal ehf., hluthafafundur

Áformaður er hluthafafundur í félaginu 26. maí næstkomandi. Lagt er til að stjórnarmönnum verði fjölgað í fimm og þarf Hörgársveit að tilnefna þrjá fulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkti að fela Axel Grettissyni að fara með atkvæði Hörgársveitar á fundinum.

 

18. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2013

Boðað er til aðalfundar Landskerfisbókasafna hf. 24. maí næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

 

19. Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Lagt fram bréf frá Leonard Birgissyni dags. 8. maí 2013 f.h. Vegagerðarinnar þar sem því er vísað til sveitarfélagsins að það hlutist til um að viðhaldi girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu verði lokið 30. júní 2013.

Lagt fram til kynningar.

 

20. Þverá, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna heimilisrafstöðvar

Lagt fram bréf frá Þorsteini Rútssyni dags. 12. maí 2013 ásamt útlitsteikningum og afstöðumynd þar sem hann óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á heimilisrafstöð.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

 

21. Þyrluflug í sveitarfélaginu, umsókn um einkaleyfi

Lagt fram bréf frá Gunnari Sólnes dags. 27. apríl 2013 þar sem hann f.h. Fljótabakka ehf. og Veiðiklúbbs Íslands ehf. óskar eftir einkaleyfi á þyrluflugi fyrir skíða- og snjóbrettafólk innan landamerkja Hörgársveitar.

Sveitarstjórn samþykkti að hún geti ekki orðið við erindinu en telji að hér sé um áhugaverða viðbót við ferðaþjónustu á svæðinu að ræða.

 

22. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:25.