Fundargerð - 14. ágúst 2006

Mættir: Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Bernharð Arnarson, Bragi Konráðsson auk Hugrúnar Hermannsdóttur leikskólastjóra.

Guðný Fjóla setti fund og stjórnaði honum.

 

1          Umsókn frá barni úr Arnarneshreppi

Hugrún lýsti aðstæðum þess barns er nú sækir um vist á Álfastein. Farið var yfir biðlistamál. Nú eru engir biðlistar og pláss er á leikskólanum til að taka við umræddu barni. Með þetta til hliðsjónar heimilar nefndin inngöngu barnsins fyrir sitt leyti.

Undir þessum lið var rætt almennt um börn í Arnarneshreppi og hvort þau eigi að fá inngöngu í Álfastein eða ekki. Telur nefndin að lítið sé hægt að gera fyrr en sveitarstjórn Arnarneshrepps mótar sína stefnu í þessu máli.

 

2          Skýrsla um ferð starfmanna leikskólans til Kaupmannahafnar

Hugrún fór í grófum dráttum yfir skýrslu sem starfsfólk Álfasteins vann eftir náms- og kynningarferð til Kaupmannahafnar í apríl síðastliðnum. Sagði Hugrún þær hafa séð margt og margar sniðugar lausnir sem sjálfsagt nýtast í nýjum leikskóla. Nefndinni finnst skýrslan áhugaverð og eigi erindi við foreldra og leggur því til að hún verði sett inn á heimasíðu Hörgárbyggðar. Skýrslan send sveitarstjórn.

 

3          Heimasíða leikskólans

Hugrún telur að tímabært sé að leikskólinn hafi sína eigin heimasíðu og sé hún góður vettvangur til samskipta við forelda og eins geti foreldrar betur fylgst með starfi hans. Nefndin styður þessar hugmyndir og felur Hugrúnu að ræða við sveitarstjóra um þetta.

 

4          Samningur við Háskólann á Akureyri

Hugrún fór yfir samning á milli leikskólans og ráðgjafaþjónustu Háskólans á Akureyri. Sagði kostnað við hann mikinn en lítið koma út úr þessu. Spurning hvort ekki ætti að athuga hvort aðrir aðilar, s.s. skólaskrifstofa Akureyrar, geti sinnt þessari þjónustu. Hugrúnu ráðlagt að tala við aðra leikskólastjóra í kringum Akureyri til að athuga hvernig þessum málum væri háttað  hjá þeim. Einnig skuli hún hafa sveitarstjóra með í ráðum um þetta. Nefndin telur fyrir sitt leyti um að gera að endurskoða þetta og bendir á að umræddur samningur sé löngu útrunninn.

 

5          Nýbygging og breytingar í eldri hluta

Hugrún fór lítillega yfir breytingar sem hún vill sjá á eldri partinum. Ákveðið að skoða þær þegar nær dregur.

 

6          Endurskoðun á áætlun matarkostnaðar

Hugrún upplýsti að áætlun vegna matarkostnaðar hafi verið vanáætluð sem nemur u.þ.b. 2 mánuðum. Hugrúnu falið að tala við sveitarstjóra.

 

7          Aðalnámskrá leikskóla

Hugrún sagði að vinna við aðalnámskrá væri að fara í gang. Upplýsti að Stella fyrrverandi leikskólastjóri ætlaði að hjálpa þeim við þessa vinnu. Áætlað er að nýta peninga sem áætlaðir voru í námskeið og þess háttar til þessarar vinnu.

 

Í lok fundar fór nefndin yfir stöðu mála í nýbyggingunni, taldi að verkið gengi vel og tók sérstaklega eftir góðri umgengni verktaka við svæðið. Styttist í að platan verði steypt.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 21:50.