Fundargerð - 12. febrúar 2015

Fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Laugaland, breyting á eignarhaldi

Rætt um fyrirliggjandi upplýsingar um breytingar á eignarhaldi jarðarinnar Laugalands, m.a. í ljósi ráðgjafar frá Stefáni Ólafssyni hrl.

Sveitarstjórn samþykkti að því verði lýst yfir við Legat Jóns Sigurðssonar og Norðurorku hf. að sveitarfélagið telji sig eiga samningsbundinn forkaupsrétt að Laugalandi og að höfðað verði dómsmál til að fá hann viðurkenndan, ef þörf krefur.

 

2. Ráðningarsamningur sveitarstjóra

Lagður fram ráðningarsamningur sveitarfélagsins við verðandi sveitarstjóra, Snorra Finnlaugsson.

Sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi ráðningarsamning við Snorra Finnlaugsson.

Helgi Bjarni Steinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið, í stað hans sat María Albína Tryggvadóttir fundinn undir þessu dagskrárlið.

 

3. Fundargerðir heilbrigðisnefndar 12. nóvember og 18. desember 2014

Fyrri fundargerðin er í þremur liðum, auk þriggja umsagna um skipulagsáætlanir og tólf umsókna um starfsleyfi. Seinni fundargerðin er um fundargerðin er í fimm liðum, auk einnar umsagnar um skipulagsáætlun og níu umsókna um starfsleyfi. Engin þessara liða varðar Hörgársveit með beinum hætti utan ein umsókn sem ekki var afgreidd.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis 29. janúar 2015

Fundargerðin er í tveimur liðum, um drög að samþykktum fyrir byggðasamlag um embætti skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar og um stofnfund slíks byggðasamlags.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Byggðasamlag um skipulags- og byggingafulltrúaembætti, stofnfundur

Lagt fram fundarboð stofnfundar fyrirhugaðs byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Stofnfundurinn verður 13. febrúar 2015 á Grenivík. Einnig voru lögð fram drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson fari með umboð sveitarfélagsins á stofnfundi byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

 

6. Lánasjóður sveitarfélaga, lántaka

Rætt um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga og fyrirhugðar framkvæmdir ársins sbr. fjárhagsáætlun ársins 2015.

 

7. Samningur um þjónustu við fatlað fólk, framlenging

Rætt um samning um „Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða“ frá árinu 2010 sem rann út í árslok 2014. Um er að ræða samning milli Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhreppps. Þjónusturáð sem starfar skv. samningnum samþykkti að leggja til á fundi sínum 11. nóvember 2014 við hlutaðeigandi sveitarstjórnir að samningurinn verði framlengdur óbreyttur um eitt ár.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk, sem gerðar var á árinu 2010, verði framlengdur um eitt ár.

 

8. Búðagata 31-35, úthlutun

Lagt fram tölvubréf, dags. 7. febrúar 2015, frá Guðbirni Þór Ævarssyni þar sem hann og Vilhjálmur Ingvarsson sækja um verbúðalóðirnar Búðagata 31, 33 og 35 á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Guðbirni Þór Ævarssyni og Vilhjálmi Ingvarssyni sameiginlega verbúðalóðunum Búðagata 31, 33 og 35 á Hjalteyri.

 

9. Almenningur, stofnun fasteignar

Lagt fram bréf, dags. 16. janúar 2015, frá forsætisráðuneytinu, þar sem óskað eftir er eftir að stofnuð verði fasteign (þjóðlenda) á Almenningi.

Sveitarstjórn samþykkti að stofnuð verði fasteign (þjóðlenda) á Almenningi í samræmi við framlögð gögn, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.

 

10. Ónæði vegna skotveiða

Lagt fram bréf, dags. 8. janúar 2015, frá Sigurði Aðalsteinssyni um ónæði vegna skotveiða.

Sveitarstjórn samþykkti að kannaðir verði valkostir í að kveða nánar á um það bann við ónæði og röskun á næturró, sem er í 1. mgr. 4. gr. lögreglusamþykktar.

 

11. Hjalteyri, tilraun til að koma upp æðarvarpi

Lagt fram tölvubréf, dags. 9. febrúar 2015, frá Guðbirni Þór Ævarssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að gera tilraun með að koma upp æðarvarpi við tjörnina á Hjalteyri. Í tölvubréfinu er óskað eftir svörum við tilteknum spurningum varðandi málið.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa framkomnu erindi um tilraun til að koma upp æðarvarpi við tjörnina á Hjalteyri til gerðar deiliskipulags fyrir Hjalteyri.

 

12. Verksmiðjan, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 25. janúar 2015, frá Gústav G. Bollasyni þar sem óskað er eftir styrk til að framkvæmda í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna framkominni beiðni um styrk til að framkvæmda í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

 

13. Tónkvíslin, styrkbeiðni

Lagt fram bréf tölvubréf, dags. 30. janúar 2015, frá Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum þar sem óskað eftir styrk vegna „Tónkvíslarinnar“ sem er söngkeppni Framhaldsskólans.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna framkominni beiðni um styrk vegna „Tónkvíslarinnar“.

 

14. Hið íslenska biblíufélag, styrkbeiðni

Lagt fram tölvubréf, dags. 4. febrúar 2015, frá Hinu íslenska biblíufélagi þar sem óskað eftir styrk í tilefni af 200 ára afmæli félagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna framkominni beiðni um styrk frá Hinu íslenska biblíufélagi.

 

15. Kosning í fulltrúaráð Eyþings

Rætt um kosningu eins fulltrúa af hálfu Hörgársveitar í fulltrúaráð Eyþings, sbr. grein 5.2. í samþykktum samtakanna.

Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Axel Grettisson í fulltrúaráð Eyþings til loka kjörtímabils sveitarstjórnarinnar.

 

16. Arnarnesstrýtur, tilnefning í umsjónarnefnd

Lagt fram bréf, dags. 28. janúar 2015, frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu eins manns af hálfu sveitarfélagsins í umsjónarnefnd Arnarnesstrýta, sem friðlýst náttúruvætti.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Axel Grettisson í umsjónarnefnd Arnarnesstrýta.

 

17. Landssamtök landeigenda, aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda (LLÍ). Aðalfundurinn verður 13. febrúar 2015 í Reykjavík.

 

18. Viðlagatrygging  Íslands, mannvirki sem skylt er að tryggja

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 16. janúar 2015, frá Viðlagatryggingu Islands þar sem gerð er grein fyrir þeim opinberu mannvirkjum sem skylt er að tryggja gegn náttúruhamförum. Meðal þeirra eru fráveitukerfi sveitarfélagsins.

 

19. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:31.