Fundargerð - 03. desember 2003

Miðvikudaginn 3. desember 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 46. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmars­dóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Einn áheyrnarfulltrúi mætti.

 

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Samantekt - fundargerð frá íbúaþingi

Lögð fram til kynningar.

 

2. Bréf starfsfólks í Þelamerkurskóla vegna launa

Starfsstúlkur í eldhúsi og skólaliðar við ÞMS fara fram á 3-4 launaflokka hækkun frá og með 1. janúar 2004 sem kæmi á móti uppsögn á staðaruppbótinni. Þær fara fram á þetta að höfðu samráði við formann Verkalýðsfélagsins Einingar Björn Snæbjörnsson. Samþykkt var að hækka laun þeirra frá og með 1. janúar 2004 um fjóra launaflokka ef sveitarstjórn Arnarneshrepps samþykkir það.

 

3. Útsvarsprósenta 2004

Ákveðið að útsvarsprósenta næsta árs verði óbreytt þ.e. útsvar 12,8%, fasteignagjöld 0,38%, fasteignagjöld á iðnaðar- og atvinnuhúsnæði 1,32%, holræsagjald 0,18% og afsláttur af fasteignagjöldum til öryrkja og eldri borgara allt að kr. 27.500.

 

4. Gjaldskrár - álagning fasteignagjalda - holræsagjald - rotþróarlosun - sorpgjald - leikskólagjald

Samþykkt var að innheimta á árinu 2004 fyrir rotþróarlosun að fullu þar sem þarf að losa allflestar þrærnar í Hörgárbyggð á því ári. Innheimta svo árlega eftir það sem svaraði til 1/3 af tæmingargjaldi. Ákveðið var að leggja á kr. 8.000 sorphirðugjald á hvert heimili í Hörgárbyggð og sorphirðugjald kr. 2.050 á fyrirtæki í Hörgárbyggð fyrir hvert tonn úrgangs til urðunar. Gjaldskrá við leikskólann á Álfasteini verður endrskoðuð um áramót. Vegna nauðsynlegrar hækkunar á framlagi Arnarneshrepps með sínum börnum á leikskólanum Álfasteini var sveitarstjóra falið að skrifa sveitarstjórn Arnarneshrepps fyrir 10. desember nk. og tilkynna þeim að framalg Arnarneshrepps verði hækkað úr kr. 2.670 í kr. 6.875 pr. klukkutíma á barn frá og með 1. janúar 2004. Ef ekki verður gengið frá skriflegu samkomulagi fyrir 31. desember 2003 þá sér sveitarstjórn sig tilneydda að segja upp með sex mánaða fyrirvara dvalarsamningum barna úr Arnarneshreppi frá og með 1. janúar 2004, nema foreldrar vilji ganga sjálfir inn í framangreint tilboð. Afsláttar fyrirkomulag verður í sömu hlutföllum og áður.

 

5. Launamál

Launamál sveitarstjórnar, nefnda og fl. voru rædd og síðan ákveðið að fresta frekari umræðum til næsta fundar.

 

6. Fjárhagsáætlun 2003 endurskoðuð og fjárhagsáætlun 2004, skóli og sveitarfélag

Helga fór yfir fjárhagsáætlun ÞMS og var ákveðið að skoða húsaleiguupphæð fyrir næsta fund v/sveitarstjórnarskrifstofu til lækkunar. Einnig var samþykkt kr. 1.000.000 til endurnýjunar á skólaeldhúsi.

Helga fór yfir fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar og eru örfáir liðir enn óklárir þar sem vanta upplýsingar. Fjárhagsáætlanirnar voru lagðar fram til fyrri umræðu.

 

7. Sorpmál

Frestað til næsta fundar.

 

8. Fundargerðir

a. Framkvæmdanefndar frá 25. nóv.

Þar kemur fram ósk frá skólastjóra um að hún fái heimilid til að taka að sér kennslu við HA tvær kennslustundir á viku í átta vikur á vormisseri. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur jákvætt í erindið og heimilar að skólastjóri taki að sér umrædda kennslu að þessi sinni enda stangist það ekki á við störf hennar við ÞMS.

Einnig er erindi frá skólastjóra ÞMS þar sem hún óskar eftir að gengið verði frá starfskjarasamningi sem ekki var gengið frá við undirritun ráðningarsamings sumarið 2003. Helga oddvita falið, í samstarfi við oddvita Arnarneshrepps, að finna hugsanlega lausn á þessu máli í anda umræðnanna á fundinum og koma með á næsta fund.

b. Skólanefndar frá 26. nóv. 

Samþykkt var að veita kr. 1.000.000 í skólaeldhúsið og einnig að fá raunhæfa kostnaðaráætlun vegna þess. Skoða síðar hvort eða hvenær byggður verður samkomusalur við skólann. Fundagerðin afgreidd að öðru leyti án athugasemda.

c. Héraðsnefndar, héraðsráðs auk fleiri gagna frá héraðsnefnd, lagt fram til kynningar.

d. Fjallskilanefndar, 20. nóv. 7. fundur

Fundargerðin var afgreidd og er tekið undir með fjallskilanefnd undir 5. lið að landeigendur eigi að fara eftir settum reglum.

e. Heilbrigðisnefndar frá 10. nóv., 63. fundur

Lögð fram til kynningar.

f. Eyþings 146. fundur frá 20. nóv.

Frestað til næsta fundar.

 

9. Vetrarþjónusta - Vegagerðin

Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið vð Vegargerðina.

 

10. Eflingarsamningur - Vaki - DNG

Frestað til næsta fundar.

 

11. Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar um myndkortagrunn

Frestað til næsta fundar.

 

12. Styrkbeiðni frá Smáranum

Samþykkt að veita kr. 200.000 til Ungmennafélagsins Smárans fyrir árið 2003.

 

13. Markaskrá 2004. Markaeign sveitarfélagsins

Ákveðið að halda markinu ekki við.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:52.