Fjárhagsáætlun afgreidd

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi í síðustu viku fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 223,7 millj. kr., sem er tæplega 2 millj. kr. hækkun frá endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2009. Áætlað er að útsvarstekjur hækki vegna fólksfjölgunar, fasteignaskattur lækki og framlög Jöfnunarsjóðs standi í stað.

Áætlað er að rekstrargjöld (að frádregnum þjónustutekjum) verði samtals sama fjárhæð. Langhæstu fjárhæðirnar fara til fræðslu- og uppeldismála, eins og áður. Alls er gert ráð fyrir að til þeirra renni 129,8 millj. kr., sem er um 58% af skatttekjunum. Það er heldur lægra hlutfall en undanfarin ár og koma þar m.a. til ráðstafanir sem gerðar voru fyrr á þessu ári til að lækka rekstrarkostnað í þeim málaflokki.

Mikil óvissa er um þróun tekna og gjalda á árinu 2010, ekki síður en var í lok síðasta árs um það ár sem nú er líða. Áfram verður því fylgst vel með þróun tekna og gjalda til að unnt verði að bregðast strax við, ef nauðsynlegt þykir.

Nær engar framkvæmdir verða á vegum sveitarfélagsins á árinu 2010. Yfirlit yfir niðurstöðutölur málaflokka má sjá hér og sundurliðun aðalsjóðs er hér